Skírnir - 01.09.1988, Page 159
SKÍRNIR
STJÓRNSPEKI LOCKES
365
Hin réttindin sem menn hafa í ríki náttúrunnar eru réttindi til að refsa
öðrum fyrir brot gegn náttúrurétti. Þegar maður gengur í félagsskap um
aðild að einu tilteknu ríki, aðgreindu frá öðrum hlutum mannkyns, afsalar
hann sér hvorum tveggja þessara réttinda.
Hinum fyrri réttindum, það er réttinum til að gera hvaðþað sem maður
telur gagnlegt til að varðveita eigið líf og annarra, afsalar maður sér þannig
að þau verði sett undir lög sem samfélagið setur eftir því sem þörf er á til að
varðveita líf borgara sinna. En þessi lög samfélagsins takmarka á ýmsa lund
það frelsi sem náttúruréttur veitti honum.
Hin réttindin, það er réttinn tilað koma fram refsingum, lætur maður al-
gerlega af hendi og beitir síðan náttúrulegu afli sínu [. . .] til að aðstoða
framkvæmdavald samfélagsins á þann hátt sem lögþess krefjast. (128-130)
Af þessum orðum Lockes er ljóst, að hann telur menn hljóta að
afsala sér verulegum hluta síns náttúrulega frelsis við inngöngu í
samfélag. Hann gerir reyndar ekki glögga grein fyrir því hve miklu,
enda taldi hann það sjálfsagt vera misjafnt eftir innihaldi þess sam-
félagssáttmála sem gerður er. Helst er að skilja að hann telji menn
samþykkja að hlýða lögum samfélagsins og það hversu miklu frelsi
þeir halda eftir hlýtur þá að fara eftir því hvernig þessi lög eru.
Ekkert sem Locke segir um samfélagssáttmála útilokar að hann sé
þannig gerður að menn haldi harla litlu frelsi eftir. Locke talar jafn-
vel um að menn sjái af frelsi sínu við inngöngu í samfélag og selji
það fyrir það öryggi sem samfélagið veitir þeim:
Sé maðurinn jafn frjáls í ríki náttúrunnar og ég hef sagt, og sé hann þar
hinn æðsti herra yfir sjálfum sér og eignum sínum, jafn hár þeim hæsta og
einskis undirsáti, hví skyldi hann þá vilja sjá af frelsi sínu? Hví skyldi hann
vilja sjá af ríki sínu og selja það undir yfirráð annarra? Svarið liggur í augum
uppi: þótt hann hafi þessi réttindi í ríki náttúrunnar er afar ótryggt að hann
fái notið þeirra, og sífelld hætta á að á þeim verði troðið af öðrum. [. . . ]
Vegna þessa er hann fús að segja skilið við það frelsi sem enga stund fær
veitt neitt öryggi. (123)
Ég hef nú gert stutta grein fyrir helstu þáttunum í kenningu
Lockes um samfélagssáttmála. Ég held að það sé næsta ljóst, að séu
menn í raun og veru bornir til þeirra réttinda sem Locke tíundar, þá
geti löglegt ríki ekki komist á nema menn framselji verulegan hluta
þeirra af fúsum vilja. Mér virðist því einsýnt að séu forsendurnar,
sem Locke gefur sér um ríki náttúrunnar sannar, þá sé kenningin