Skírnir - 01.09.1988, Page 165
SKÍRNIR
STJÓRNSPEKI LOCKES
371
ítarlega grein fyrir því hver þessi réttindi eru og hann gerir heldur
ekki nógu skýra grein fyrir því hvaða skyldur menn hafa í ríki nátt-
úrunnar. En hann telur Ijóst að allir menn séu bornir til sama réttar
og hafi, frá náttúrunnar hendi, sömu skyldur og þessi réttindi og
þessar skyldur séu endanlegur mælikvarði á lögmæti valdstjórnar.
Það eru því siðferðileg réttindi einstaklinganna sem ákvarða tak-
mörk lögmætrar valdstjórnar.
4. Er kenningin um samfélagssáttmála óþörf?
Nú má spyrja hvort kenningin um náttúrurétt geri samfélagssátt-
mála ekki óþarfan, hvort hún ein dugi ekki til þess að greina löglegt
vald frá harðstjórn. Ymsir heimspekingar, bæði þeir sem eru undir
áhrifum frá Locke og þeir sem byggja á lögspeki Tómasar frá
Akvínó, sem og fylgismenn ýmissa annarra skóla og stefna, hafa
reynt að rökstyðja þetta og sagt að ekkert meira þurfi til þess að
réttlæta ríkisvald en að það starfi í samræmi við náttúrurétt og sjái
um að réttlæti ráði í samskiptum þegnanna. Mér vitanlega hafa tvær
meginröksemdir komið fram fyrir þessari skoðun.
Fyrri röksemdin er á þessa leið: Þótt náttúruréttur leggi mönn-
um ýmsar skyldur á herðar, þá veitir hann þeim engin þau réttindi
sem brotið er gegn þegar þeir eru neyddir til þess að lúta réttlátu
ríkisvaldi. Hver maður er skyldugur til þess að leggja réttlætinu lið
og það geta menn aðeins gert, eða að minnsta kosti best gert, með
því að hlýða lögunum í landi sínu; þess vegna er hver maður
skyldugur til þess að fara að lögum þótt hann hafi ekki gert neinn
sáttmála þar um.3
Síðari röksemdin er á þessa leið: Þótt menn hafi ýmis réttindi í
ríki náttúrunnar þá glata þeir engum þeirra við inngöngu í löglegt
ríki og þurfa því ekki að gera neinn samning um að afsala sér hluta
sinna náttúrulegu réttinda. Samkvæmt þessari kenningu, sem fræg-
ust er í útgáfu Roberts Nozick,4 breytist réttarstaða fólks sama og
ekkert við inngöngu í samfélag. Kenningin gerir ráð fyrir því að
eini munurinn á stjórnskipuðu ríki og ríki náttúrunnar sé sá að í
stjórnskipuðu ríki starfi stofnun sem sér um að framfylgja náttúru-
rétti og tryggir að réttlætið ráði. En í náttúrunni, þar sem hver rek-