Skírnir - 01.09.1988, Page 166
372 ATLI HARÐARSON SKÍRNIR
ur réttar síns upp á eigin spýtur, kvað skorta nokkuð á að kröfur
réttlætisins nái fram að ganga.
Eg held að báðar þessar tilraunir til þess að draga mörk harð-
stjórnar og löglegs ríkis án þess að gera ráð fyrir samfélagssáttmála
séu dæmdar til þess að mistakast. Hin fyrrnefnda, sem gerir ráð
fyrir því að náttúruleg réttindi fólks séu svo lítil að menn séu eng-
um rétti rændir þótt þeir séu þvingaðir undir réttlát lög, getur ekki
haldið valdinu í skefjum. Forsendur hennar duga ekki til þess að
sýna fram á að valdstjórn fari út fyrir lögleg mörk þótt hún fórni
sumum þegna sinna fyrir heildina eða mismuni þjóðinni og svipti
suma frelsi í þágu einhverra markmiða, eins og til dæmis hagvaxtar.
Hún getur ekki rökstutt að menn eigi rétt á að halda því sem eftir
er af óskoruðu frelsi þegar frá er tekið það sem þeir afsala sér við
inngöngu í samfélagið. Aðeins með því að gera ráð fyrir að menn
hafi náttúrulegan rétt til frelsis er hægt að rökstyðja að borgarar
hvers ríkis skuli frjálsir að fara sínu fram í hverju því sem lög taka
ekki til. Alltént fæ ég ekki séð hvernig hægt er að rökstyðja þetta
með öðru en því að menn haldi eftir þeim hluta frelsisins sem þeir
afsöluðu sér ekki við inngöngu í samfélagið. Sé því hafnað að menn
haldi eftir þessum hluta óskoraðs frelsis þá losnar taumhaldið á
valdinu. Þessum rökum mínum kann einhver að svara með því að
segja að eins megi beisla valdið með því að rökstyðja að hvaðeina
sem kenningin um samfélagssáttmála tryggir fólki megi eins
tryggja með því að segja að það stríði gegn náttúrurétti að svipta
nokkurn því. En til þess að tryggingin verði eins góð og sú sem
kenning Lockes veitir, verður að halda því fram að bannið við að
svipta nokkurn mann þessum gæðum sé svo strangt að það skáki
öllum markmiðum sem valdstjórn kann að setja sér eða þjóðinni.
Um leið og bannið verður svona strangt tryggir það í raun það sem
venjulega er kallað réttindi. Um leið og þeir, sem hafna kenning-
unni um samfélagssáttmála á þessum forsendum, reyna að beisla
valdið, eins og kenning Lockes gerir, fallast þeir því á tilvist nátt-
úrulegs réttar til óskoraðs frelsis og lenda í mótsögn við sjálfa sig.
Síðarnefnda tilraunin til þess að draga mörk löglegs valds án þess
að gera ráð fyrir samfélagssáttmála er ótæk fyrir þá sök að hún úti-
lokar nánast alla stjórn. Hún réttlætir ekkert umfram lágmarksrík-
ið, ríki sem gerir lítið annað en refsa brotamönnum. Það er í hróp-