Skírnir - 01.09.1988, Page 167
SKÍRNIR
STJÓRNSPEKI LOCKES
373
legri mótsögn við reynsluna að kalla alla valdstjórn umfram þetta
harðstjórn. Enda felur þessi kenning í sér að allar stjórnir hafi verið
harðstjórnir og mönnum hafi aldrei borið nokkur skylda til þess að
hlýða boðum neinna valdhafa. Höfundur þessara öfga, Robert
Nozick, gerir sér reyndar grein fyrir því að mönnum verður ekki
þröngvað til að búa við þetta lágmarksríki: Þeir hljóta að mynda
samfélög sem veita þeim eitthvað meira en lögreglumenn, dómara
og böðla lágmarksríkisins. Til þess að réttlæta slík samfélög, sem
menn hljóta að mynda, grípur hann til eins konar samfélagssátt-
mála og gerir ráð fyrir því að innan ríkisins, sem sér um að fram-
fylgja náttúrurétti, geti menfl stofnað minni samfélög með sáttmál-
um sín í millum.5
Mér virðist þessi kenning Nozicks að því leyti harla frumstæð
sem það er óraunhæft að ætla að samfélög hafi gott af að vera sett
undir framandi ríkisvald sem framfylgir aðeins náttúrulegu rétt-
læti. Raunin yrði því lík sem Hæstiréttur og æðsta yfirvald Islands
störfuðu ekki hér á landi samkvæmt íslenskum lögum, heldur sætu
í öðru landi og störfuðu eftir einhverjum alþjóðlegum lögum. Þar
sem reynslan sannar að valdstjórn er aldrei algerlega hafin yfir sér-
hagsmuni þá er hætt við að smærri samfélög innan svona „ríkis“
nytu lítils jafnaðar. Þessari mótbáru myndu kannski einhverjir
svara með því að segja að þetta alþjóðayfirvald starfaði eftir nátt-
úrurétti, hlutlausum réttarreglum, sem allir yrðu að lúta, þegnar
smáþjóða jafnt sem aðrir, og óreynt sé hvort yfirvöld af þessu tagi
yrðu hlutdræg með sama hætti og ríkisstjórnir sem eru með nefið
niðri í ýmislegum málefnum samfélagsins. Þetta svar gerir ráð fyrir
því að fyrirmæli náttúruréttar séu nógu ítarleg til þess að unnt sé að
dæma og stjórna eftir þeim einum. Þetta held ég að fái ekki staðist
og bendi á eftirfarandi máli mínu til stuðnings: I fyrsta lagi er ekki
hægt að dæma í málum með því einu að beita hlutlausum laga-
reglum. Að minnsta kosti efast ég um að þess séu nokkur dæmi að
dómstólar dæmi með því einu að beita reglum rökfræðinnar á bók-
staf laganna. Hitt hygg ég að sé sönnu nær að dómarar verði oft að
beita öllu því viti sem þeir hafa til þess að sjá hvaða lagagreinar eigi
við og með hvaða orðum skuli lýsa aðstæðum og málavöxtum og
réttmæti dómsins velti ekki síður á því hvernig þetta tekst en á bók-
staf laganna. Til þess að dæma í málum manna þarf því fleira að