Skírnir - 01.09.1988, Page 168
374
ATLI HARÐARSON
SKÍRNIR
koma til en þekking á lögunum, hvort sem þau eru lög þjóðar eða
lög náttúrunnar. Einnig þarf þekkingu á aðstæðum og þeim menn-
ingarheimi sem mennirnir lifa í, því á einkennum hans veltur
hvernig málavöxtum verður réttast lýst.
I öðru lagi eru kröfur réttlætisins ekki tæmandi listi af reglum
heldur miklu fremur siðferðileg lögmál sem birtast í ýmsum
myndum. Siðferði er háð aðstæðum þótt það sé náttúrulegt. Það
setur mönnum tilgang og takmörk. En það fer eftir aðstæðum í
hverju samfélagi hvernig best er að ná þessum tilgangi og tryggja að
ekki sé farið út fyrir þessi takmörk. Aðstæður í hverju samfélagi
skilja helst þeir sem lifa innan þess. I mínum huga er náttúruréttur
ekki listi af reglum, eða boðorðum heldur er hann afsprengi þess
manneðlis sem birtist í siðferðis-, stjórnmála- og manngildishug-
sjónum okkar. Sá eini náttúruréttur sem við þekkjum er fólginn í
hugsjóninni um lög og rétt eins og hún hefur mótast í aldanna rás.
Sett lög eru, að minnsta kosti að einhverju leyti, afsprengi þessarar
hugsjónar. Náttúruréttur er því ekki veruleiki allt annarrar gerðar
en lög þau er gilda með þjóðum heldur náskyldur þeim. An settra
laga hefði hugsjónin um lög og rétt aldrei mótast og án þessarar
hugsjónar hefðu lögin aldrei þróast. Hvað sem líður öllum veru-
fræðilegum spurningum um náttúrurétt þá held ég að óhætt sé að
fullyrða að náttúruréttur geti ekki haft nein áhrif á þjóðlífið nema
sem mælikvarði á sett lög og ríkjandi réttarfar.
5. Vankantar á kenningu Lockes og nokkar niðurstöður
Stundum er helst á Locke að skilja að ákvæði náttúruréttar séu
augljós og nær vandalaust sé að dæma eftir honum um réttmæti
ríkjandi valdstjórnar og gildandi laga:
þótt það sé útúrdúr frá efninu að fara að fjalla um einstök atriði náttúrurétt-
ar og þær reglur sem hann setur um refsingar, þá er svo mikið víst að slíkur
réttur er til og er jafn skiljanlegur og augljós hverri skynsemisveru, sem
leggur sig eftir að skilja hann, eins og þau lög sem sett eru í hverju ríki. Já,
hann er jafnvel enn augljósari, því skynsemina er léttara að skilja en þær
grillur og margslungið ráðabrugg sem menn nota í laumuspili um andstæða
hagsmuni; því svo má með sanni lýsa miklum hluta af lögum hinna ýmsu
landa. (12)