Skírnir - 01.09.1988, Page 172
SKÍRNISMÁL
Rökfærsla í dómum
og stjórnvaldsákvördunum
I
RitstjÓRI Skírnis átti frumkvæði að því, að hér eru á blaði nokkrar
hugleiðingar vegna ágætrar greinar Hjördísar Hákonardóttur í síð-
asta hefti. Greinina nefndi hún „Gagnrýni á dómstólana og for-
sendur dóma“. Fyrra atriðið, gagnrýni á dómstólana, verður þó
ekki rætt í þessum línum, enda virðist það rétt og satt, sem Hjördís
segir og að því lýtur. Mætti þó bæta því við, að dómstólar munu
verða gagnrýndir, hvað sem hver segir. Hin raunhæfa spurning er
sú ein, hvað gera megi til að gagnrýnin verði byggð á traustum
grunni. Þar sýnist skipta mestu góð undirbúningsmenntun blaða-
manna, þ. á m. nokkur þekking á lögum.
Það sem Hjördís Hákonardóttir fjallar um í meginmáli greinar
sinnar er ekki það, sem á tæknimáli lögfræðinga kallast forsendur,
heldur aðeins hluti þeirra. Eftir réttarfarslögum skiptast dómar í
svokallað dómsorð, sem oftast er aðeins nokkrar línur, og forsend-
ur, sem geta verið tugir blaðsíðna, þó að svo sé sjaldnast. I forsend-
unum er að finna nöfn aðila, kröfur þeirra í dómsmálinu, atvikalýs-
ingu og frásögn af því, sem kallað er málsástæður og lagarök. Eru
það fullyrðingar aðila eða lögmanna þeirra um atvik og réttarregl-
ur, sem þeir telja að eigi að hafa áhrif á niðurstöðu dómsins. I for-
sendunum er einnig sagt frá þeim dómstóli, sem fer með málið, og
fleira er þar að finna. Hjördís fjallar aðeins um lokakafla forsendn-
anna, „rökstudda niðurstöðu dóms um sönnunaratriði og lagaat-
riði“, eins og það er orðað í lögunum um meðferð einkamála í hér-
aði. Höfundur þessa pistils er Hjördísi sammála um margt. Svo er
þó ekki um það, fyrir hverja eigi að skrifa dóma. Sennilega eru