Skírnir - 01.09.1988, Side 179
SKÍRNIR
SKÍRNISMÁL
385
andi rök. Hvort á sá, sem fær ör í andlit í bifreiðaslysi, að fá í
miskabætur vegna óprýði, óþæginda og þjáninga 100.000 krónur
eða 150.000 krónur eða enn aðra fjárhæð? Helst er að byggja á
venju, en hún dugir oft skammt, og þá á mati dómara, sem ógerlegt
er að rökstyðja ítarlega. Þegar þannig stendur á má e. t. v. koma
með skýringar, segja t. d. hve lengi bótakrefjandi var á spítala og
hve áberandi örið er, jafnvel segja, að þetta sé ung stúlka, sem hafi
viljað verða ljósmyndafyrirsæta. Um það má deila, hvort þetta sé
fullnægjandi rökstuðningur, en dómarar verða varla gagnrýndir
fyrir að dæma hér eftir atvikum öllum án langra skýringa.
Þess er að geta, að í raun gætir ekki alltaf þeirrar sparsemi á orð
og efnisatriði, sem skyldur dómara að lögum heimilar. Algengt er,
að dómarar reki rækilega lagarök lögmanna aðila og fari um þau
fleiri orðum en þörf er á.
Höfundur þessa pistils er þeirrar skoðunar, að dóma eigi ekki að
semja eftir föstum reglum heldur beri að taka mið af því, hve flókið
málið er og hverjir ætla má að hafi áhuga á dómnum eða hagsmuni
af því, sem þar er fjallað um. Ef líklegt er, að allur almenningur vilji
kynna sér dóminn, ætti að semja hann þannig að hann einn sér megi
vera sem flestum skiljanlegur, m. a. haga atvikalýsingu þannig og
rökstuðningi dómara. Miklu oftar lætur almenningur sig dóma
engu skipta og aðilar einir lesa þá, ef nokkur gerir það. I slíkum
dómum sýnist atvikalýsing, sem nú er oftast fyrirferðarmesti hluti
textans, næsta óþörf. Er nóg að fram komi, hvernig litið er á
deiluefnið og málsatvik, og stuttlega á hverju niðurstaða dómara er
byggð. Síðan þarf rök fyrir niðurstöðu um lagahliðina, en þau ættu
að miðast við það, hve flókið málið er og vera sett á blað með hlið-
sjón af því, að þau séu fullnægjandi fyrir lögfræðinga.
VII
Hér hefur, eins og í grein Hjördísar Hákonardóttur, verið rætt um
efnistök í dómum. Vera má, að sumum lesendum þyki nóg komið
um efni, sem aðallega hafi þýðingu fyrir lögfræðinga. Þó skipta
þessi efni aðra menn nokkru, enda eru dómar mikilvægir í þjóðlíf-
inu. Þá getur það, sem hér hefur verið sagt um dóma, orðið tilefni
25 — Skírnir