Skírnir - 01.09.1988, Síða 184
390
JÓN R. GUNNARSSON
SKÍRNIR
raunar eru naumast draumar lengur. Draumur er það ekki, að
ómældu fé og tugþúsundum mannára hefur verið varið vegna
markmiða á borð við þau, sem dæmi verða tekin af hér neðar. Að
vísu hefur áætlunin ekki gengið eftir, eins og þeir bjartsýnustu
gerðu ráð fyrir; nú er fremur miðað við næstu aldamót, ef tal berst
að fyrirheitum ICOT og því, hvenær við þau verði staðið. En
ICOT heldur áfram og fordæminu er nú fylgt víðar. Að sköpun
manns er unnið. Oflugar fræðastofnanir eru virkjaðar til starfsins,
nýjar fræðigreinar spretta upp, helgaðar málstaðnum. „Vitsmuna-
verkfræðin“ er orðin að sérstakri fræðigrein. Þannig er hér þýtt
hugtakið „Knowledge Engineering"; sjálft er það raunar arftaki
fyrirbærisins „Human Engineering", sem lengst af var tengt varn-
armálaráðuneyti Bandaríkjanna framar öðrum stofnunum. En
eldri greinar við háskóla haga seglum sínum jafnvel að þessu annar-
lega ævintýri. Og þær gera það tilneyddar, sumar hverjar. Þróun
mála í Frakklandi getur t. a. m. verið okkur eitt dæmi um það.
Tölvuvæðingarherferð Frakka bar ljósan svip af áformum Jap-
ana, hún hófst örlitlu síðar og hlaut sem svaraði 10 milljónum
bandaríkjadala í tannfé. Til hennar hafa síðar flotið slíkir fjármunir,
að hann verður næsta smávægilegur í samanburði, sparnaður
franska ríkisins af þeirri fordæmislausu aðför að menntastofnun-
um landsins, sem einkennt hefur síðastliðinn áratug í Frakklandi.
Um þá aðför hafa menn mælt að sjaldan hafi þjóðríki gengið harðar
til verks við að útrýma siðmenningu sinni. Rótgrónar fræðigreinar
og háskóladeildir, stolt Frakka áður, sumar hverjar, hafa orðið að
víkja. Forganginn hefur tölvan hlotið, ekki þá síst viðfangsefni þau,
sem kennd eru við „fimmtu kynslóðina". Það er eftirtektarvert, að
í þessu efni hefur það ekki skipt máli, hvort ríkisstjórnir hafa talist
hægra eða vinstra megin; forgangsröð hefur orðið nánast hin sama.
Miklu hefur sannarlega verið fórnað og von er, að menn spyrji
um ávinning og afrakstur þessara verka, þann ávinning, sem í
vændum er, og þann afrakstur, sem þegar er sýnilegur. Og lær-
dómsríkt er að rekja nokkur glæstari fyrirheit hollustumanna
gervigreindarinnar. Rit þeirra eru orðin fleiri en tölu sé vel á kom-
andi, en forvitnum lesanda er t. d. bent á bókina The Fifth Genera-
tion eftir Feigenbaum og McCorduck. Slík loforð veita nokkra