Skírnir - 01.09.1988, Side 185
SKÍRNIR SKÍRNISMÁL 391
innsýn í eðli „upplýsingaaldarinnar" og þá tegund hugsunar, sem
hún getur alið af sér þegar til öfganna tekur.
Rithöfundar hafa lengi séð fyrir margt af því, sem okkur er lofað
nú:
Já, hún hlustaði. Hún hlustaði á allt, sem við sögðum, hún þekkti og
lagði á minnið hvert atkvæði, orð, setningu, hugsun og hugdettu. Við
vissum, að í henni voru allir dagar okkar varðveittir. Og léki okkur forvitni
á að vita, hvað við hefðum sagt X sekúndum yfir X eftir hádegi daginn X,
þá dugði okkur að nefna X við hana. Og amma greindi okkur frá atvikinu
X, söng um það, ef við vildum, og blandaði hlýlegri kímni í sönginn allt eft-
ir óskum okkar. (Ur „I Sing the Body Electric" eftir Ray Bradbury, 1964
- lausl. þýð. - JG.)
Hér er verið að lýsa vél. Rafeindaömmunni, gæddri öllum þeim
kostum, sem nokkur gæti óskað sér af ömmu sinni. Og Ray Brad-
bury var svo sem ekki fyrstur til að beina hugarflugi sínu að raf-
eindaömmum og öfum. Það höfðu aðrir gert áður. En nú er smíði
þeirra ráðgerð, og lýsingar postula fimmtu kynslóðarinnar eru
farnar að taka fram lýsingum vísindaskáldsagnahöfundanna, og
skal þó nokkuð til. Svo langt ganga þau jafnvel, Feigenbaum og
McCorduck, að talinn er til sá kostur rafeindaammanna og afanna,
að með þeim verði firrt hvimleiðum deilum erfingja um reytur
forfeðra sinna. Og beri nú lesandinn saman greind og gervigreind.
Fleiru er lofað; listinn langur og hægt að stikla á stóru, áður en orð-
um er vikið frá hugmyndaheimi fimmtukynslóðarmanna. Rafeinda-
knúnum barnfóstrum er okkur lofað. Og sjálfvirkum sjúkralið-
um, ekki síst til að annast aldraða. Þjónustuliði til heimilisverka,
rekkjunautum og leikfélögum, öllu því, sem ævintýri Hoffmanns
lýstu, og drjúgum fleira. Jafnvel dagblöðum, sem vita fyrir fram,
hver hugðarefni lesandans eru og fletta upp í sér sjálf eftir því. Og
umfram annað er lofað sífellt „gáfaðri“ vopnum.
Sumt af þessu kann að virðast broslegt, og vissulega felast einnig
atriði í fimmtukynslóðaráætluninni, sem fremur verðskulda at-
hygli en hin ofantöldu. En upptalning sem þessi gefur nokkra vís-
bendingu um það, sem fé skattgreiðenda í mörgum ríkjum er nú
varið til og valdhafar hafa látið ginnast af. Og auðginntastir reynast
þeir jafnan, þegar tölvur eru annars vegar, eins og dæmin sanna.