Skírnir - 01.09.1988, Qupperneq 186
392
JÓN R. GUNNARSSON
SKIRNIR
Ef til vill hefur hér fleiri orðum verið farið um fimmtukynslóð-
aráætlunina en hún verðskuldar. Ef frá eru talin „gáfuðu“ vopnin,
hefur hún tæpast skilað þeim afrakstri, sem vænst var í upphafi ára-
tugarins. Þá væntu menn þess, að öll undraverk ICOT yrðu komin
í gagnið árið 1990. Á spástefnu Skýrslutæknifélags íslands síðla árs
1986 spáði gestur ráðstefnunnar, Italinn F. Pracchi því hins vegar,
að enn þyrfti tuttugu ár til viðbótar — að minnsta kosti.
En um sýnilegan afrakstur gervigreindarrannsókna mátti lesa nú
nýverið er farþegaþotan íranska var skotin niður yfir Persaflóa 3.
júlí síðastliðinn. Þar var notað tölvukerfið AEGIS, hannað árið
1983 og gætt þeim eiginleika að geta elt uppi skotmörk í lofti innan
300 kílómetra radía og sinnt 20 skotmörkum í senn. Þegar það var
prófað í apríl 1983, tókst því þó ekki að hæfa nema 6 af 17 auðveld-
um skotmörkum, og varð þetta tilefni nokkurra frétta þá. (ACM
SIGSOFT tbl. 5, 1986, s. 18) AEGIS brást þó ekki í júlí 1988.
E. t. v. er kerfið orðið „gáfaðra“. Og „gáfuðu“ vopnin eru hrifningar-
efni höfunda á við Feigenbaum og McCorduck. 1983 er bók þeirra
rituð, og þar er farið óblöndnum aðdáunarorðum um atvik fyrir
botni Miðjarðarhafs, er orðið höfðu þá fyrir nokkru. ísraelsmönn-
um hafði þá tekist að granda 79 sýrlenskum herflugvélum og missa
þó enga sjálfir. Sýrlendingar botnuðu ekki neitt í neinu, en þarna
munaði einmitt um „gáfaðri“ vopnabúnað ísraelshers.
I fimmtukynslóðaráætluninni bryddir e. t. v. hæst á borgarísjaka
upplýsingaaldarinnar, og misskilji nú enginn orð mín svo, að þessi
áætlun njóti hylli eða hrifningar tölvufræðinga almennt. En aðrar
og ekki síður mikilvægar hliðar upplýsingaaldarinnar svonefndu
eru ekki eins augljósar. Hugmyndaheimurinn, sem þar birtist, hef-
ur ofboðið siðferðiskennd fjölda manna, og spjótum er oftar beint
að þessari japanskættuðu áætlun en öðru því, sem orðað er við
upplýsingaöld og tölvunotkun í þjóðfélögum vorra tíma, enda er
hún að líkindum öfgakenndasta afsprengi upplýsingabyltingarinn-
ar, sem menn kalla svo. En sé rétt að tala um sjúkdóm í samhengi
sem þessu, er japanska áætlunin og áþekk fyrirbæri í öðrum lönd-
um að líkindum fremur sjúkdómseinkennið en sjúkdómurinn
sjálfur. Orðið sjúkdómur á hér heima, og birtingarform þess sjúk-
dóms eru orðin mörg og sundurleit.
I samanburði manns og tölvu hallar æ meir á manninn. Og for-