Skírnir - 01.09.1988, Blaðsíða 193
RITDÓMAR
ISLENDINGASÖGUR OG ÞÆTTIR
Ritstjórar Bragi Halldórsson, Jón Torfason,
Sverrir Tómasson og Örnólfur Thorsson.
Svart á hvítu 1985/1987.
I
Segja MÁ, að árið 1988 sé afmælisár í útgáfusögu íslenskra fornrita, því nú
eru liðin 300 ár síðan fyrstu fornrit voru prentuð á Islandi. Fyrir því stóð
Þórður Þorláksson biskup í Skálholti og þar voru bækurnar prentaðar.
Þessi rit voru: íslendingabók Ara fróða, Landnáma og Kristni saga. Sama
ár var einnig prentuð í Skálholti Gronlandia Arngríms Jónssonar lærða.
Næstu tvö árin kom þar út Olafs saga Tryggvasonar í tveimur bindum.
Auðséð er af þessari upptalningu, að Þórður biskup hefur lagt megin-
áherslu á þau fornrit sem hann taldi vera sagnfræðileg. Merkilegt rann-
sóknarefni væri að athuga hvernig staðið var að þessum fyrstu útgáfum
fornrita hérlendis, en um undirbúninginn er ýmislegt til í bréfabókum
Þórðar biskups sem varðveittar eru í Þjóðskjalasafni.
Þegar útgáfurnar voru í undirbúningi, eða 5. ágúst 1686, skrifaði Torfi
Jónsson í Gaulverjabæ, bróðursonur Brynjólfs biskups Sveinssonar, Þor-
móði Torfasyni, konunglegum sagnaritara, og segir: „en að sá helgi stíll
saurgist af sögum og þess háttar, mun M. Þórður ei girnast nema bífalist af
hæsta yfirvaldi".
Þormóður svaraði þessu í bréfi 29. mars 1687: „Aldrei akta ég það fyrir
trúarspjöll þó antiqvitaten væri þrykkt á Islandi. Væri ég svo nær hoffinu
mundi ég leggja það til að hans ma(jestet) léði þau tvö exemplaria af Norsku
chronicum [þ. e. Noregs konunga sögur] til Islands og léti þar þrykkja og
síðan Flateyjarbók og önnur document, en dýrar yrði þær bækur so stórar
því einginn keypti utan íslenskir máske og svenskir, þó ekki mörg exem-
plaria. Superstition [hjátrú] held ég að þrykkja þau ekki, því þetta eru im-
mortalia antiqvitatis monumenta [ódauðleg skrif um fornöldina]. Betur
hefði farið hefði Skjöldunga sagan og annað soddan sem burt er, hefði verið
prentað.“ (Þessi bréf eru varðveitt í AM 285 b, fol. IV). Þannig voru þankar
manna um útgáfur fornrita fyrir 300 árum.
Næstu útgáfur fornsagna á íslandi eru 13 íslendinga sögur sem út komu
á Hólum í 2 bindum 1756. Urðu þar fremur fyrir valinu ungar og ýkju-
kenndar sögur.
II
íslendinga sögúr og langflest rit samin og þýdd á Islandi fyrir siðaskipti og
reyndar allt fram á 19. öld eru ekki varðveitt í frumritum heldur misjafnlega