Skírnir - 01.09.1988, Side 194
400
EINAR G. PÉTURSSON
SKÍRNIR
traustum og oft ósamhljóða eftirritum. Eitt meginverkefni þeirra sem láta
prenta slíka texta er að velja með samanburði handrita þann eða þá texta,
sem næstur eða næstir er(u) glötuðu frumriti og einnig verður oft að láta
prenta leshætti úr misjafnlega mörgum handritum. Þótt saga sé gömul og
til í gömlu skinnhandriti er aldrei hægt að útiloka þann möguleika, að í
ungum pappírshandritum leynist mjög forn texti, sem þá er vanalega eftir-
rit gamals, glataðs handrits.
Hér skulu tilfærð fáein dæmi um hvernig slíkar textaútgáfur eru unnar.
Ekki skulu menn þó halda, að hér séu upp taldir allir hugsanlegir möguleik-
ar því að skyldleiki handrita getur oft verið býsna flókinn og mál torleysan-
leg, enda er oft sagt að varðveisla hvers einstaks texta í uppskriftum sé á
sinn máta sérstök. Þessar útgáfur eru oft með stafsetningu handritanna
sjálfra, en það er ekki samræmd stafsetning forn, en heyrt hef ég þá skoðun
að með þeirri stafsetningu hefðu fornrit verið skrifuð og því væri rétt að
prenta þau einnig með henni og engri stafsetningu annarri.
I fyrsta lagi er algengt að aðeins eitt handrit hafi gildi og önnur varðveitt
handrit séu af því eina handriti komin, sem getur verið miklu yngra en
frumritið.
I öðru lagi er sá möguleiki fyrir hendi, að sinnhver handritaflokkurinn sé
notaður við mismunandi útgáfur.
I þriðja lagi er algengt, að útgáfa sé gerð eftir mörgum handritum, sem
komin eru frá glötuðu forriti, en þá er stundum hægt með samanburði
handrita að færa textann til eldra stigs og nær frumtexta en elstu handrit
segja til um. Má nefna útgáfu Einars Ol. Sveinssonar á Njálu í Islenzkum
fornritum sem dæmi um tvo síðastnefndu liði.
í fjórða lagi er einnig til, að handrit sömu sögu séu svo mismunandi, að
texta hennar verði að prenta í fleiri en einni gerð. Oft hefur verið látið nægja
að prenta aðeins eina gerð.
Af þessu geta menn séð að verulega vinnu - en þó mjög misjafnlega mikla
- þarf yfirleitt að leggja í textaútgáfur.
Stafréttar útgáfur íslenskra fornrita með samanburði og rannsóknum
handrita hófust erlendis, þar sem flest elstu og bestu handrit voru. Þessi út-
gáfustarfsemi hófst að marki í Uppsölum 1664 með útgáfu Gautreks sögu
og fylgdu þar mjög fljótlega á eftir m. a. flestar fornaldar sögur. Ekki verð-
ur sú saga rakin hér nánar en á síðustu áratugum hefur einkum verið unnið
að textaútgáfum á Arnastofnunum í Kaupmannahöfn og Reykjavík. Marg-
ar þessara gömlu útgáfna voru unnar í flýti og án nægjanlegra rannsókna á
handritum, en á vönduðum textaútgáfum hvíla málfræðirannsóknir og
bókmenntalegar rannsóknir. Einnig getur vond textaútgáfa leitt lesendur
úr hópi fræðimanna á algjörar villigötur. Mörgum kemur trúlega á óvart sú
fullyrðing, að því fari fjarri að allar íslendinga sögur séu til í nægjanlega
traustum textaútgáfum. Reyndar er aðeins minni hluti íslendinga sagna
nægjanlega vel út gefinn.