Skírnir - 01.09.1988, Page 195
SKÍRNIR
RITDÓMAR
401
III
Á 18. en þó einkum 19. öld kom nokkuð af einstökum Islendinga sögum
út hér á landi. Oft voru það endurprentanir texta, sem áður höfðu verið
gefnir út erlendis. Algengt var og að prentað væri eftir því handriti sem
hendi var næst. I slíkum tilvikum var prentunin aðeins nýtt tæki við bóka-
framleiðsluna, þ. e. menn notuðu prentlistina til að skrifa upp handrit í
mörgum eintökum í stað þess að skrifa eitt. Þessi starfsemi var því í beinu
framhaldi af handritaskrifum fyrri tíma, þegar menn leitaðu eftir skemmti-
legri sögu, en hugsuðu ekkert um upphaflegan texta eða að skreyta sögurn-
ar með lærdómi.
Hér er staður til að fara nokkrum orðum um heildar- eða safnútgáfur ís-
lenskra fornrita, sem komið hafa út hér á landi og á boðstólum eru eða víða
til. Eg hef oft orðið var við, að menn eru forvitnir um kosti og galla þeirra
og vilja fá hlutlausa vitneskju um hverja útgáfu fyrir sig.
Árið 1891 kom út fyrsta bindi af íslendinga sögum í útgáfu Sigurðar
Kristjánssonar. Þar með var í fyrsta sinn farið að gefa út íslendinga sögur í
heild á íslandi og komu út á ellefu árum 38 sögur. Á vegum sama fyrirtækis
komu einnig út Eddur og Sturlunga. Þar með, en ekki fyrr, urðu Islendinga
sögur almenningseign á íslandi. Eftirtaldar 14 sögur í þessari útgáfu, eða
um þriðjungur þeirra allra, höfðu aldrei verið prentaðar hérlendis: Bjarnar
saga Hítdælakappa, Eiríks saga rauða, Fljótsdæla saga, Fóstbræðra saga,
Heiðarvíga saga, Hrafnkels saga, Kormáks saga, Ljósvetninga saga, Reyk-
dæla, Svarfdæla, Valla-Ljóts saga, Vopnfirðinga saga, Þorsteins saga hvíta
og Þorsteins saga Síðu-Hallssonar. Að vísu höfðu nokkrar þessara sagna
verið gefnar út í Kaupmannahöfn af Hinu íslenska bókmenntafélagi á árun-
um 1880-83 og hafa eflaust eitthvað borist hingað ásamt eða í öðrum er-
lendum útgáfum, en á móti kemur að margar Islendinga sögur höfðu aðeins
verið gefnar út á Íslandi árið 1756. Af þessu er ljóst að margar fornsögur
hafa vart verið útbreiddar á íslandi á 19. öld, og hér skal minnst orða Steph-
ans G. Stephanssonar í bréfi 19. janúar 1908: „Eg las allar íslendinga- og
fornsögur og margt fleira, flest í gömlum afskriftum, þegar eg var í Víði-
mýrarseli.“ Þetta dæmi sýnir okkur að eftir handritum lásu menn íslend-
inga sögur langt fram á síðustu öld. Einnig er mönnum hollt að minnast að
það var ekki fyrr en á fyrri hluta þessarar aldar að handritaframleiðslu með
penna lauk.
Af þessu er ljóst, að útgáfa Sigurðar Kristjánssonar bætti úr brýnni þörf
og varð geysilega vinsæl og mikið lesin. Einstakar sögur í útgáfunni voru
endurprentaðar eftir þörfum allt til 1958 og voru útgáfurnar oft endurunn-
ar eftir því sem rannsóknum og textaútgáfum miðaði áfram. I seinustu út-
gáfunum voru stundum kort af sögustöðum. Bækurnar voru allar í litlu
broti og handhægu, eins konar vasabókaútgáfa. Það er ekki hægt að segja
annað en veruleg eftirsjá sé að íslensk vasaútgáfa sé ekki til af íslendinga
sögum nema fáum, en vasaútgáfur þeirra eru algengar víða í öðrum
löndum. Þær yrðu að vera að nútíðarhætti með kortum og ljósmyndum af
26 — Skírnir