Skírnir - 01.09.1988, Síða 201
SKÍRNIR
RITDÓMAR
407
Brennu-Njáls saga. Njála hefur ekki enn verið gefin út stafrétt eftir rann-
sókn allra handrita, en það yrði einstaklega flókið og vandasamt vegna
lengdar sögunnar og vinsælda. Tvær útgáfur eru einkum til, sem gefnar eru
út beint eftir handritum. Konráð Gíslason gaf söguna út í Kaupmannahöfn
1875-89 og lagði Reykjabók til grundvallar. Síðan hefur Einar Ol. Sveins-
son mest rannsakað handrit Njálu vegna útgáfunnar í Islenzkum fornritum
1954. Um útgáfu Konráðs segir Einar Ol. (Skírnir. 1952,130): „hirti hann
þá ekki um skyldleika þeirra [þ. e. handritanna], heldur hitt, hve góður
honum þótti textinn. [...] Allir vita, hve næmt eyra Konráð Gíslason hafði
á íslenzku." Einar Ol. Sveinsson fór þá leið að vinna texta eftir nákvæman
samanburð handrita og lagði þar Möðruvallabók til grundvallar. Hann
reyndi „að komast að texta, sem stæði nær frumtextanum en texti nokkurs
hinna varðveittu handrita gerir“ (Njála, clv). Þann texta birtir hann í útgáfu
sinni og ætti hann samkvæmt þessu að vera nær frumriti en texti Konráðs,
sem Svh. notar. Smekkvísustu menn hafa talið texta Konráðs góðan, en er
hann eins nálægur frumtexta og sá texti sem Einar Ol. lét prenta?
Egils saga. Af Egils sögu eru til þrjár gerðir og þyrfti að prenta hverja sér-
staklega. Eftir Möðruvallabók hefur Egla alltaf verið prentuð, en hún er þar
óheil. Jón Helgason birti 1956 grein í Nordælu, Afmæliskveðju til Sigurðar
Nordals, sem hann nefndi „Athuganir um nokkur handrit Egils sögu“. Þar
leiddi hann rök að því að texti Möðruvallabókar væri nálega heill í pappírs-
uppskriftum. Samkvæmt þessari niðurstöðu er Egla gefin út hjá Svh. með
aðstoð Bjarna Einarssonar og er textinn því betri en í eldri útgáfum Eglu og
er það vel.
Eiríks saga rauða. Hér er mjög lauslega sagt frá handritum, sem hefði
mátt nefna. Utgefendur segjast hafa fylgt útgáfu G. Storms frá 1891, en
einnighaft hliðsjónaf „SvenB. Jansson [.. ,]íSagorna om Vinland (1945)“.
Höfundur skrifaði sig Sven B. F. Jansson. Hér hefði þurft að nota útgáfu
Eiríks sögu, sem Ölafur Halldórsson gaf út í fyrrnefndum viðauka IV.
bindis íslenzkra fornrita, því að við samanburð sést að þar er texti víða betri
en hér í útgáfu Svh.
Fóstbrxðra saga. Hér er eðlilega fylgt ráðum Jónasar Kristjánssonar um
frágang texta sögunnar, en hann skrifaði doktorsritgerð um hana þar sem
hann m. a. rannsakaði skyldleika handrita, enda sýnist útgáfan hafa notið
þess.
Gísla saga. Hún er prentuð í tveimur gerðum, en í íslenzkum fornritum
er aðeins önnur gerðin prentuð í heilu lagi. Notuð er nýleg útgáfa lengri
gerðarinnar, svo að þar ætti að vera betri texti en í fyrri útgáfum.
Grettis saga. Hér er notuð önnur og vonandi betri uppskrift aðalhandrits
sögunnar.
Gull-Þóris saga. Hún er ein þeirra sagna sem ekki eru vel varðveittar; að-
eins í einu skinnhandriti. A tveimur blöðum þess, öðru um miðja söguna
og hinu undir lokin, er skriftin skafin út og verður ekki fyllt, því pappírs-
handrit eru sögð komin frá þessu handriti í núverandi mynd. Saga þessi var