Skírnir - 01.09.1988, Side 203
SKÍRNIR
RITDÓMAR
409
ur en áður brot úr eftirtöldum sögum: Ljósvetninga sögu, Vopnfirðinga
sögu, Droplaugarsona sögu, Finnboga sögu ramma og Þorsteins þætti
stangarhöggs. Við Droplaugarsona sögu og Finnboga sögu er þessi útgáfa
nefnd en ekki notuð, enda textinn mjög slitróttur. Torvelt er að sjá hvaða
ástæða er til að nefna þessa útgáfu þar sem hún er ekki notuð. Sama ástæða
hefði verið til að nefna hana í greinargerð um Þorsteins þátt stangarhöggs,
en því er eðlilega sleppt. Utgefendur Svh. nota þennan lestur Jóns á skinn-
bókarblöðunum við Vopnfirðinga sögu, eins og síðar getur. Aftur á móti
er þessi útgáfa Jóns ekki nefnd eða notuð við prentun Ljósvetninga sögu,
sem er einn versti gallinn sem ég rakst á í þessari útgáfu Svh., því að þar
hefði mátt leiðrétta textann nokkuð.
Við Svarfdæla sögu stendur að Björn á Skarðsá hafi e. t. v. á 16. öld skrif-
að þrjár setningar úr sögunni, þar sem nú er eyða. Hér er farið aldavillt.
Björn var fæddur 1574 og á 16. öld fengust menn næsta lítið við fornsögur,
en hann skrifaði umrætt handrit 1626 (Svarfdælasaga. Jónas Kristjánsson
bjó til prentunar. Rv. 1966. xvi). Ekki hefur betur tekist til í útgáfu sögunn-
ar sjálfrar (s. 1792) þar sem þessar setningar eru prentaðar, því að handrits-
númer er þar rangt.
Víga-Glúms saga. Við greinargerð fyrir henni er fyrrnefndum sjö skinn-
blöðum í AM 162 C fol. ruglað saman við brot af þessari sögu og Gísla sögu
Súrssonar í AM 445c 14to, sem Jón Helgason gaf út 1956.1 greinargerðinni
er einnig ranglega getið hve mikið er prentað eftir þessu broti.
Víglundar saga. Þegar greinargerðin við hana er lesin sést ekki eftir
hvaða útgáfu er farið, en við samanburð á útgáfum Guðbrands Vigfússonar
frá 1860 og Jóhannesar Halldórssonar í Islenzkum fornritum 14. bindi
1959 sést að eftir þeirri seinni er prentað. Eg fékk víða á tilfinninguna að
sniðgengið hefði verið að nefna eða nota Islenzk fornrit og virðist hér vera
dæmi um það.
Vopnfirdinga saga. Hér er eins og fyrr gat notuð útgáfa Jóns Helgasonar
í „Syv sagablade" og er textinn hér þar af leiðandi á pörtum betri en í fyrri
útgáfum.
Þórðar saga hreðu. Um hana segir m. a. í greinargerð: „I Crymogæu
Arngríms lærða er útdráttur á latínu úr Vatnshyrnugerðinni og er hann
prentaður hér ásamt íslenskri þýðingu Jakobs Benediktssonar sem góðfús-
lega heimilaði okkur að birta hana.“ Ekki er gott að sjá þörfina á að birta
texta á latínu í útgáfu sem þessari. Einnig hefði þurft að koma fram að þessi
þýðing Jakobs er endurprentun úr 14. bindi Islenzkra fornrita.
Þættir. Um þá verða ekki mörg orð höfð. Þeir eru allir í einni stafrófsröð,
en t. d. Þormóðar þáttur fylgir ekki Fóstbræðra sögu. Aftur á móti eru
margir þættir prentaðir í fleiri en einni gerð og er það vel.
Athugasemdirnar hér að ofan urðu fleiri en ætla hefði mátt, en þær snerta
ekki allar frágang textans. Margt er til bóta. Mikill fengur er að fá hér ýmsa
texta sem ekki hafa komið út áður. Þessi athugun á textum í útgáfu Svh.
hlýtur að sannfæra lesendur um að mikil nauðsyn er á halda áfram texta-