Skírnir - 01.09.1988, Síða 205
SKÍRNIR
RITDÓMAR
411
þessar bókmenntir eftir sínum smekk og fyrr var þess getið að þetta fylgdi
ríkjandi tísku. Pað er því ekki nokkur vafi á að þessi útgáfa verður af þeim
sökum m. a. til að kynna mörgum fornar sögur og er þá ekki tilganginum
náð?
Einar G. Pétursson
STURLUNGA SAGAI-III
Arna saga biskups, Hrafns saga Sveinbjarnarsonar hin sérstaka.
Skýringar og fræði.
Ritstjóri Ornólfur Thorsson.
Ritstjórn Bergljót Kristjánsdóttir, Bragi Halldórsson, Gísli Sig-
urðsson, Guðrún Asa Grímsdóttir, Guðrún Ingólfsdóttir, Jón
Torfason, Sverrir Tómasson, Örnólfur Thorsson.
Svart á hvítu 1988.
I
I GRÓFUM dráttum skiptast útgáfur á íslenskum fornsögum í þrjá flokka.
I fyrsta flokki eru hreinar textaútgáfur, þar sem texta eins eða fleiri handrita
er fylgt nákvæmlega. Pær eru einkum ætlaðar fræðimönnum er stunda
norræn fræði. í þeim er lítil grein gerð fyrir efni textans, en saga og varð-
veisla handritsins, rithönd þess og málfar rækilega útskýrð. Dæmi um út-
gáfur í öðrum flokki eru rit Hins íslenska fornritafélags. Brúa þær bilið
milli hinna strangfræðilegu og alþýðlegu útgáfna. Textinn er byggður á
rækilegri handritarannsókn og prentaður með svokallaðri samræmdri staf-
setningu fornri. Textanum er fylgt úr hlaði með inngangi sem skýrir bæði
efni og varðveislu hans. I þriðja flokki eru svo alþýðlegar útgáfur, sem
styðjast við hinar fræðilegu undirstöðuútgáfur. Þær eru gefnar út með tak-
mörkuðum skýringum. Engin handritaafbrigði eru tilfærð, svo að textinn
sé sem aðgengilegastur fyrir hinn almenna lesanda.
Utgáfa Svarts á hvítu á Sturlunga sögu tilheyrir þriðja flokknum. Hún
kemur í kjölfarið á hinni vinsælu Islendingasagnaútgáfu forlagsins í tveim-
ur, síðarþremur, bindum frá árunum 1985 og 1987. Viðtökurhennarþóttu
sýna að söguþjóðin hafði enn lifandi áhuga á að lesa fornsögur sér til
skemmtunar. íslendingasagnaútgáfan var í eðli sínu þægileg viðfangs, því
að allar sögurnar voru áður til í vönduðum útgáfum, en texti þeirra var
færður til nútímamáls í enn ríkara mæli en áður hafði verið gert í útgáfum
fyrir almenning, þó að haldið væri í sérkenni fornmálsins. Utgáfa á Sturl-
ungu er ekki að sama skapi auðveld viðureignar. Áður en lengra er haldið
er því nauðsynlegt að gera grein fyrir handritasögu Sturlungu, en hún veld-
ur sérstökum vandamálum.
I kringum aldamótin 1300 var níu sjálfstæðum ritum um atburði tólftu