Skírnir - 01.09.1988, Síða 213
SKÍRNIR
RITDÓMAR
419
svo ekki verður um villst að útgefendur hafa áttað sig á mikilvægi þess að
búa Sturlungu svo úr garði að hún sé sem aðgengilegust.
Það er óneitanlega saknaðarefni að sú vinna sem farið hefur í þessa útgáfu
skuli ekki nýtast við textarannsóknir á Sturlunga sögu í framtíðinni. Því
veldur markmið útgáfunnar. Það er mikil þörf á vandaðri og nákvæmri
undirstöðuútgáfu á sögunni, sem leyst gæti úr torræðum textavandamálum
hennar. En útgáfa Svarts á hvítu sýnir þó framar öllu metnað og áhuga út-
gefendanna fyrir hönd okkar gömlu rita. Er vonandi að sá áhugi skili sér á
nýjan leik í lifandi og skapandi umræðu um þessar fornu sögur.
Guðrún Nordal
HÁVAMÁL
Edited by David A. H. Evans.
Viking Society for Northern Research.
University College, London 1986.
Það er jafnan fengur að þegar forn kvæði eru gefin út með skýringum og
greinargóðu yfirliti yfir það helsta sem um þau hefur verið ritað. Fyrir
margt löngu var orðin þörf á slíkri útgáfu Hávamála (útgáfur Finns Jóns-
sonar eru t. d. komnar á sextugs- og sjötugsaldur og raunar til vansa að ekki
skuli vera til barnung og vönduð fræðileg útgáfa eddukvæða á íslensku) og
því hlýtur bók David A. H. Evans að teljast fagnaðarefni.
I inngangi skrifar Evans um varðveislu kvæðisins, efni þess og byggingu,
fjallar um hvern hluta þess sérstaklega og ræðir ýmsar kenningar fræði-
manna, einkum þær sem varpað geta ljósi á aldur og uppruna. Við frágang
á kvæðinu sjálfu fylgir hann Konungsbókartextanum án umtalsverðra
leiðréttinga en stafsetning er samræmd svo, að hún megi sýna að nokkru
hið forna málsstig. Skýringar á kvæðinu eru afar ítarlegar, hver vísa er
skýrð, þó fremur einstök orð og orðasambönd en vísan í heild, og raktar
eru túlkanir og tilgátur um flest umdeild atriði.
Evans er vandvirkur, ærlegur í lýsingum á kenningum annarra manna og
allajafna varkár í ályktunum. Aðdáunarvert er hversu mikinn fróðleik hann
hefur dregið saman í bók sinni og hversu vel honum tekst að setja hann
skýrt fram. Um afstöðu hans til viðfangsefnisins, aðferðir hans og ályktanir
má hins vegar deila.
Það sem angraði mig einna mest við lestur bókarinnar - og þá ekki síst
af því að hún hefur marga góða kosti og getur á næstu árum orðið helsta
haridbók manna um Hávamál - er afstaða Evans til skáldskapar og hug-
myndir hans um tengsl veruleika í skáldskap og utan hans. I inngangi sín-
um segir hann t. d.:
The qualities counselled in the Gnomic Poem are moderation, so-
briety, generosity, intelligence and above all prudence, caution, si-