Skírnir - 01.09.1988, Side 218
424
KRISTJÁN ÁRNASON
SKÍRNIR
þar sem undirlendið verður„dansgólf“. Og þótt hér sé öðru fremur um
náttúrumyndir að ræða, bregður og fyrir einhverju sem kalla mætti ein-
staklingsmyndir eða portrett í kvæðinu I Kaupmannahöfn, og er það eng-
inn annar en Jón prófessor Helgason í líki tröllsins sem situr með hönd
undir kinn og hlýðir á brimhljóðið í fjarska. Kvæðið Mannlíf fyrir sextíu
árum IV er hins vegar einskonar myndaröð eða jafnvel myndasaga, sem
stefnir að ákveðnu hámarki.
Ef við að síðustu snúum okkur að þriðja meginþætti ljóðs, sem kalla
mætti hugsun, en það er sú stefna eða fasta miðja sem aðrir þættir eiga að
skipast kringum til að mynda sterka heild, þá má segja að hún verði hér
skýrari og sterkari en í mörgu því sem Kristján hefur áður birt. Hér væri
vitaskuld of mikið sagt að tala um skýran „boðskap", en ævaforn viðfangs-
efni ljóðlistar eins og tíminn og eilífðin, forgengileikinn og varanleikinn,
endurminningin og núið birtast hér oft á greinilegan og áþreifanlegan hátt
í hinum fínofna vefi orðanna, og oft með tregann í baksýn. Naktast og per-
sónulegast verður þetta í kvæðum eins og Ný varúð og Garður í Iþöku, en
hið síðarnefnda endar á þessum línum:
Vindur brotnar í tvennt
þvert um horn sem er hvasst.
Allir horfnir á burt
sem ég þekkti; ég einn er gult
ljós og garður og kyrr.
Á enn myndrænni og tilkomumeiri hátt koma þessi stef upp í ljóðum, sem
tengjast meira íslenskri ljóðahefð og þar sem íslenskt landslag og saga eru
saman ofin. Það er einkum í ljóðum eins og Svínafell, Á Sólheimasandi,
Sólsetur á Rangárvöllum, Hið forna dansgólf og Kvöld á Skeiðarársandi,
enda eru þau öll ort á Suðurlandsundirlendinu, þar sem návist hinna miklu
höfuðskepna í líki jökuls, elds, sands og sjávar lyftir skáldvængjum hugans
á flug.
Kristján Árnason
Þorsteinn Vilhjálmsson
HEIMSMYND Á HVERFANDA HVELIII
Saga vísinda frá Brúnó til Newtons.
Mál og menning 1987.
Þorsteinn Vilhjálmsson hefur nú lokið tveggja binda stórvirki sínu um
vísindasögu frá upphafi siðmenningar fram yfir daga Newtons (um 1730).
Verkið er í heild metnaðarfullt og hefur tekist svo vel, að íslensk menning