Skírnir - 01.09.1988, Side 219
SKÍRNIR
RITDÓMAR
425
og menntakerfi eru auðugri en fyrir. Hér verður einungis fjallað um síðara
bindi verksins. Það fjallar í megindráttum um tímabilið frá því um 1500 til
1730. A þessum tíma var horfið frá jarðmiðjukenningu fyrri alda, og upp
tekin sólmiðjukenning Kópernikusar. Bylting heimsmyndarinnar er því
við hann kennd.
Þótt kjarni málsins sé heimsmyndin, tekur málið vitaskuld til vísinda
hins vestræna heims í heild, þ.e. hinna þriggja samofnu þátta sem eru stærð-
fræði, eðlisfræði og stjörnufræði.
Deila má um gagnsemi hugtaksins bylting í vísindasögu. Þróun átti sér
stað, jafnvel á „hinum myrku miðöldum“. Hugtök eru tæki manna til að
skýra hugsun sína. Bylting er sá tími þegar þróun er hraðari og átök eru
meiri en ella. Þannig má líta svo á, að stigsmunur sé en ekki eðlis á téðu
tímabili og öldunum á undan og á eftir. En réttmæti hugtaka ræðst af gagn-
semi þeirra til aukins skilnings.
Umrætt tímabil (um 1500-1730) er annað tveggja merkustu breytinga-
skeiða vísindanna á seinni öldum. Hitt tímabilið má afmarka með árunum
1880-1930, þegar nútímaeðlisfræðin varð til. Vísar höfundur vitaskuld
einnig til þess og fjallar ofurlítið um það (sjá síðar). Þeirri byltingu fylgdu
miklu minni átök og barátta um veraldlegt vald en þeirri byltingu er Þor-
steinn gerir skil í bók sinni. Samt má halda fram með vissum rétti, að ákveð-
in einkenni séu sameiginleg þessum tveimur byltingum önnur en þau „að
vera bylting“.
Um það bil er ég frétti af tilurð þessa verks, þá misskildist mér að um-
rædd seinni bylting yrði einnig tekin fyrir í því. Eg taldi þá byltingu skipta
enn meira máli en hina sem er kennd við Kópernikus. En nú hefur höfund-
ur lokið verkinu við fráfall Newtons, enda myndar þetta tímabil heild, og
fráleitt að minn misskilningur um meðhöndlun hinnar seinni vísindabylt-
ingar hafi átt rétt á sér. Til þess þyrfti önnur efnistök. Auk þess snýst hún
um hluti sem eru almenningi miður kunnir en viðfang hinnar fyrri. Og
höfundi er augljóslega í mun að verk hans sé alþýðlegt fræðirit.
Eg verð hins vegar að láta þá ósk í ljós að höfundur sjái sér fært að auðga
íslenska menningu með fræðiriti um hina seinni vísindabyltingu. Skiptir og
litlu þótt það verk félli ekki að þeirri heild sem er þegar orðin til.
Eins og fyrr segir er verkið metnaðarfullt. Og höfundi tekst að flestu
leyti það sem hann ætlar sér. Eða, réttar sagt: Það sem ég ætla honum að
ætla sér. Það er að skapa yfirgripsmikið, heildstætt, skemmtilegt, alþýðlegt
fræðirit um sögu heimsmyndarinnar (og þar með raunvísindanna), og setja
það í náið samhengi við samfélagið að öðru leyti, svo sem valdaskipan,
listaheim og aðra menningu. Eg tek fram að nota skal orðið raunvísindi hér
með fyrirvara. Tilurð þess hugtaks er eitt af því sem lesa má úr verkinu, og
það er varla skýrt afmarkað á nútímavísu fyrr en í lok téðs tímabils. En vilji
höfundar er svo augljós, að hefði hann líkt og Galíleó Galíleí átt völ á að rita
á latínu annarsvegar en á móðurmáli sínu hinsvegar veldi hann móðurmálið
líkt og Galíleó.