Skírnir - 01.09.1988, Qupperneq 220
426
EGILL EGILSSON
SKÍRNIR
Það þarf engar rannsóknir lesandans til að sannfærast um hina miklu
vinnu, heimildaleit og úrvinnslu sem liggur að baki verkinu. En höfundur
vísar þeim greiða leið sem hefði á slíku tök, með að gera skýra grein fyrir
heimildum. En þrátt fyrir mikla leit og úrvinnslu hlýtur meginverkið að
felast í að skapa hina (í meginatriðum) stórfróðlegu og heillandi mynd sem
raun ber vitni. Ekki hefur aðeins þurft að velja efni og hafna, heldur einnig
að spinna úr heimildunum skemmtilegan og sannfærandi söguþráð með til-
vísun til samtíma okkar og tengsla út fyrir heim vísindanna. Gleggst kemur
þetta fram í þeim hluta sem fjallar um Galíleó Galíleí. Enda er það sá þáttur
vísindasögunnar þar sem kemur skýrast fram að um er að ræða völd, sem
ég vil nefna veraldlegs eðlis. I hinum óhlutlæga frásagnarhætti kemur skýrt
fram dálæti höfundar á persónunni, enda er þessi þáttur verksins skemmti-
legastur að hinum ólöstuðum.
Frásögn svo víðtæks efnis hlýtur að vera hæg og með útúrdúrum frá
meginþræði. Stíllinn minnir nokkuð á hina hægu streymandi ættarsögunn-
ar, enda viðfangið enn víðtækara. Allt er þetta höfundi ljóst, og meginþætt-
ir frásagnaraðferðar hans þannig við hæfi. Stíllinn er langdreginn, máls-
greinar langar, aukasetningar tengdar við aukasetningar, og atviksorð not-
uð mjög. Höfundur felur sig ekki að baki neinnar vísindalegrar hlutlægni,
leynir í engu nærveru sinni og afstöðu. Þannig erum við einnig óbeint
minnt á að um er að ræða huglægt mat á vísindagrein, sem hefur að líkind-
um fengið sjálf á sig of hlutlægan blæ í samfélagi okkar. En fátt kemur skýr-
ar fram í verkinu en að vísindi séu verk dauðlegra manna og gerð þeirra háð
þeim og því samfélagi sem þau verða til í.
Þar með hefur mig borið að helstu vanköntum þessa verks. Málið er
myndauðugt og skemmtilegt lengst af, og fjölbreytilegt, svo sem efnið gef-
ur tilefni til (t.d. virðast mér stílfæringar í átt til eldra máls ágætar). En á
skortir að höfundur vari sig á þeim gryfjum sem fylgja svo myndauðugu og
fjölbreytilegu málfari. Lítum nánar á þetta:
Hinn háfermdi stíll langra samsettra málsgreina er við hæfi - en farið er
yfir markið á nokkrum stöðum svo að stingur í augun. Dæmi: „Með
athugasemdum Newtons um það, hvernig hin nýja hreyfing sem kraftur-
inn veldur bætist við þá hreyfingu sem hluturinn hefur fyrir, er fengin
glögg skýring á hinum ýmsu tilvikum í hreyfingu kasthluta.“ Textinnhefst
á forsetningarlið, síðan er aukasetningu prjónað við aukasetningu, en aðal-
setningin í lokin (bls. 280). „. . . kannski hefur það bara verið hrein ogskær
heimþrá sem . . .“ (bls. 123). Þetta kalla ég einskæra dönskuslettu. Þetta fel-
ur einnig í sér dæmi þess að höfundur hefði mátt temja sér knappari stíl að
ósekju: Oft kemur fyrir orðalag eins og „Það var Newton sem tók . . .“ í
stað: „Newton tók . . .“. Ég get ekki að því gert að svona orðalag minnir
mig á skandínavíska langhunda, og ber mikið á þessari tilhneigingu meðal
íslenskra fræðimanna almennt. I sömu veru er orðalagið „ganga fyrir sig“,
„í millitíðinni," „klókt“ í stað „viturlegt", o.fl.
Mönnum kann að finnast hart dæmt, og að ég sé að fara fram á að höf-