Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 16
þýðingin sleppir að minnast á að Kristur hylji guðdóm sinn en ítrekar hjálp-
ræðistilgang þess að Kristur gerðist maður:
2. Eilífa föðurins einasti son
á sig leggur nú vorn þrældóm,
vort veikt eðli á sig tók,
í því vorar hjálpir jók.
Kirieleyson.
í þriðja erindinu er þýska textanum fylgt og talað um Maríu skaut en í
dönsku þýðingunni segir meyjarskaut (iomffruelig sk0d). Áhugavert er að
sjá í síðari hendingunni hvemig íslenskar reglur urn stuðlasetningu ráða
ferðinni um leið og þýðandinn nær hugsun frumtextans:
3. Hinn sá allur heimurinn naut,
hann er kominn í Maríu skaut,
lagður í stall sá litli sveinn,
lofti og jörðu hann stjómar einn.
Kirieleyson.
í fjórða erindinu er fmmtextanum fylgt trúlega í fyrri hendingunni.
Sögnin gá getur bent til danskra áhrifa (so. gá) þó að svo þurfí ekki að vera.
í síðari hendingunni er það hins vegar bragfræðin sem ræður ferðinni og því
segir í lokalínunni „marga oss það dregur til sín” í stað þess að tala um bam-
aréttinn hjá Guði eins og frumtextinn gerir:
4. Eilíft ljós hér inn nam gá,
allan heim það lýsa má,
um miðja nátt það mjög svo skín,
marga oss það dregur til sín.
Kirieleyson.
Fimmta erindið fylgir frumtextanum all vel og eins og þar lögð áhersla á
holdgun Guðs sonar og hjálpræðistilgang hennar. „Gott von Art verður
„fullkominn Guð“ og talað er um „veraldar nauð“ til að fá rímorð við Guð:
5. Föðurins son er fullkominn Guð,
fór sem gestur í veraldar nauð,
oss af þessum eymdar dal,
alla laðar í himnasal.
Kirieleyson.
14