Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 54

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 54
nútíma samfélaga í átt til glötunar. Það verður að svipta burt grímunni ef mannkynið á að verða hólpið.40 Alexander fómar bæði vitsmunum sínum, efnislegum eigum og fjöl- skyldu og ákveður að lifa í þögn. Þetta gerir hann til að bjarga bæði sjálfum sér, drengnum, fjölskyldu sinni og öllum heiminum. Það er í sjáfu sér lítið vit í hugmyndinni um að heimsækja Maríu til að samrekkja henni. Það er heldur ekkert vit í að brenna hús og allar eigur fjölskyldunnar og gefa sig þögninni á vald. En Alexander gerir það samt, hann afneitar öllu og færir óskiljanlega fórn. En við það verður hann lifandi Kristsíkon, útvalinn af Guði. Orðið verður hold! Niðurstaða í hugleiðingum sínum um Fórnina í Sculpting in time er Tarkovsky mjög gagnrýninn á þróun nútíma samfélags og menningar. Honum virðist við vera að týna sjálfum okkur í dýrkun okkar á efnislegum gæðum og eftirsókn eftir tæknilegri framþróun. Við nærumst á brauði einu saman. Meiri hluti fólks á enga trú, viðhorf þess eru algjörlega byggð á raunhyggju.41 And- spænis þessu setur hann fram róttæka hugmynd um sjálfsfórn að kristnum skilningi sem leið til endurlausnar. Kvikmyndin Fórnin er líking eða dæmi- saga um slíka fórn sem leysir úr viðjum efnishyggjunnar og skapar mögu- leika fyrir nýtt andlegt líf, trú á Guð, og umhyggju fyrir náunganum. Með mynd sinni dregur Tarkovsky fram margvíslegan vanda nútímamenningar og þá hættu sem steðjar að henni og spyr áleitinna tilvistarspurninga sem hann ætlar okkur sem áhorfendum að takast á við. Athyglisvert er að sá vandi og þær spurningar sem myndin fæst við virðist ekki síður eiga við nú og fyrir þeim tuttugu árum sem liðin eru síðan myndin var gerð. Því má enn líta á hana sem spámannlega rödd í samtímanum. Þótt túlkun flókinnar myndar á borð við Fórnina sé engan veginn einhlít, leyfí ég mér að halda því fram að þeir meginþræðir í margræðum vef hennar, sem hér hafa verið dregnir fram, vísi allir í eina átt. Þungamiðjan í málverki da Vincis, María með Jesúbarnið og lífsins tré sem sprettur upp af sambandi þeirra, bendir til Krists og fórnar hans og kallar eftir kraftaverki sem gætt geti visnaða menningu lífi. Um leið vísar málverkið til sambands Maríu og Alexanders og þess sem það getur af sér. Miskunnarbænin í aríu Bachs áréttar nauðsyn kraftaverksins og andlegrar endurnýjunar og afhjúpar sem slík stöðu mannsins sem hefur afneitað Guði og getur ekki annað en 40 Tarkovsky, 1986, s. 227. 41 Tarkovsky, 1986, s. 228. 52
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.