Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 66

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 66
„brevis“ stuttur) varð til sem bænabók, þ.e. einfölduð og stytt tíðagjörð til einstaklingsnota. * Island Við kristnitökuna á Islandi árið 1000 var latína mál kirkjunnar bæði við messur og sungna tíðagjörð. Við siðaskiptin þegar móðurmál tók við af latínu í helgihaldi mótmælenda og klaustur lögðust af guldu tíðabænir þess að vera svo samvaxnar latínunni sem raun bar vitni. fslendingar voru hins vegar vel á vegi staddir hvað snerti lestrarkunnáttu og hymninn var þýddur og stundum prentaður með nótum í bókum Guðbrands Þorlákssonar (1541-1627) Hóla- biskups og því sunginn á íslensku svo lengi sem tíðir hafa haldist.20 Siðbótarkirkjurnar stóðu fyrir þeirri merku nýsköpun á sviði sálmanotk- unar að taka að yrkja út af Davíðssálmum. Hér á landi hafa þrír einstak- lingar ort út af öllum 150 sálmum Saltarans, fyrstur sr. Jón Þorsteinsson (u.þ.b. 1570-1627), píslarvottur er lét lífið í Tyrkjaráninu,21 því næst sr. Oddur Oddson á Reynivöllum (1565-1649)22 og loks sr. Valdimar Briem á Stóra-Núpi (1848-1930). í guðsþjónustum siðbótarkirknanna er það síðan algengt að sálmar Saltarans séu sungnir af kór eða einsöngvurum. Sá sem rannsakar sögu hinnar syngjandi kirkju kemst fljótt að því hversu þýðingarmiklu hlutverki Saltarinn hefur gegnt á þeim vettvangi. En sjálf tíðagjörðin hefur og haldið velli þó staða hennar sé fjarri því að vera söm og áður. Innan mótmælendakirkna hefur staða hennar verið sterk- ust í anglíkönsku kirkjunum. Tónsetning dr. Róberts Abrahams Ottóssonar (1912-1974) á miðmorg- untíð dr. Sigurðar Pálssonar 1963 þykir sanna að íslenska falli vel að Greg- orstóni.23 Þá er ástæða til að minna á að doktorsritgerð Róberts Abrahams fjallaði um tíðasöng Þorláks biskups Þórhallssonar.24 Eins og Glúmur Gylfason, organisti á Selfossi, hefur bent á er misræmi í áherslum sálmatóna og íslensks máls sjaldgæft sökum þess að íslenskan er ekki jafnhlaðin áherslum og aukaáherslum í hljómfalli og mörg önnur tungumál. Hægt er að leggja mesta áherslu á mismunandi orð í setningu án þess að merking raskist.25 20 íslenskur tíðasöngur 2002, s. 1. 21 Um sálma sr. Jóns Þorsteinssonar hefur verið skrifuð athyglisverð BA-ritgerð í guðfræði. Sjá Sveinn H. Guðmarsson 2002. 22 Fræðimenn eru raunar yfirleitt þeirrar skoðunar að sálmar Odds séu ekki ortir af honum sjálfum heldur einungis þýddir. Sbr. Sveinn Guðmarsson 2002, s. 19. 23 Islenskur tíðasöngur 2002. 24 Sjá Róbert A. Ottósson 1959. 25 íslenskur tíðasöngur 2002, s. 4. 64
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.