Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 67
Glúmur Gylfason hefur unnið merkt starf á vettvangi tíðagjörðarinnar og
hefur þýðingarnefnd Gamla testamentisins átt við hann gott samstarf til að
tryggja að hin nýja þýðing Davíðssálma henti vel til notkunar í tíðagjörð
kirkjunnar.
Aður var minnst á starf annars Selfyssings á sviði tíðagjörðarinnar, þ.e.
dr. Sigurðar Pálssonar (1901-1987) heitins vígslubiskups. Til gamans og
fróðleiks má geta þess að hann átti sér, eins og svo margir aðrir, uppáhalds-
sálm meðal sálma Saltarans og var það 84. sálmur, eftir því sem sonur hans,
núverandi Skálholtsbiskup, Sigurður Sigurðarson, hefur tjáð mér.
Fyrri hluti þessa fallega og kunna sálms hljóðar svo:
Hversu yndislegir eru bústaðir þínir,
Drottinn hersveitanna.
Sálu mína langaði til, já hún þráði
forgarða Drottins,
nú fagnar hjarta mitt og hold
fyrir hinum lifanda Guði.
Jafnvel fuglinn hefur fundið hús,
og svalan á sér hreiður,
þar sem hún leggur unga sína:
ölturu þín, Drottinn hersveitanna,
konungur minn og Guð minn!
Saltarinn var það rit Gamla testamentisins sem hinn áhrifamikli
æskulýðsleiðtogi séra Friðrik Friðriksson (1868-1961) notaði mest í prédik-
unum sínum, hugvekjum, útfararræðum og húskveðjum.26 Sr. Friðrik átti
séra líka uppáhaldssálm meðal sálma Saltarans, sálm 46. Það er því ekki til-
viljun að ræðusafn sr. Friðriks frá árinu 1946 skuli bera heitið Guð er oss
hœli og styrkur,27 þ.e. upphafsorðin úr 46. Davíðssálmi.
í handritasafni sr. Friðriks eru varðveittar a.m.k. fimm útfararræður og
húskveðjur þar sem huggunarorðin eru sótt í þennan sálm, einkum upphafs-
vers sálmsins. í húskveðju árið 1922, þar sem heimilisfaðirinn hafði látist
langt um aldur fram, sem birtist meðal annars í því að bam hans var skírt
um leið og húskveðjan fór fram, segir sr. Friðrik um upphafsvers sálmsins:
Jeg þekki varla huggunarríkari orð en þetta. Og á slíkri stund sem
þessari þarf þeirra vissulega við . . . Og guðs margreynda náðarhjálp
staðfestist aldrei eins vel og í hinum stærstu nauðum. Og hún mun
26 Um Gamla testamentið í boðun sr. Friðriks sjá Gunnlaugur A. Jónsson 1998.
27 Sjá Friðrik Friðriksson 1946.
65