Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 75

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 75
eru birt en í eldri ljóðabókum skáldsins. Einmitt á þessu skeiði hlýtur Jóhannes að hafa verið sérstaklega upptekinn af forminu og það því orðið mikilvægara en áður. Má ef til vill segja að í Sjödœgru gjaldi Jóhannes ljóð- listinni það sem henni bar en ýmsum þótti hann hafa vanrækt á því skeiði er hann gekk lengst í að ástunda þjóðfélagslega nytjalist.10 Víða í Sjödœgru má að minnsta kosti líta svo á að Jóhannes ástundi eins konar „áslátt á undirvit- undina“ og „skapandi leik“ svo vísað sé til orða hans sjálfs um eðli og hlut- verk skáldskapar.* 11 Þetta gerir alla túlkun á ljóðum Jóhannesar í Sjödœgru út frá því þrönga sjónarhomi sem hér verður viðhaft æði torvelda. Er inntaksgreining ljóða réttlætanleg? Deildar meiningar eru um gildi og aðferðir ljóðatúlkunar. Telja sumir að ljóð eigi einvörðungu að skynja og að lesandinn fái mest út úr lestri ljóðs með því að skilja það út frá eigin tilfínningum og öðrum persónubundnum forsendum. Verst þykir túlkunin aftur á móti þegar hún beinist einvörðungu að leit að ákveðnum fyrirfram skilgreindum fyrirbærum í ljóðum og túlk- andi telur sig hafa skilið ljóðið til fulls þegar þessi fyrirbæri hafa verið ein- angruð, flokkuð og e.t.v. skeytt saman í heildarmynd.12 Það að skilja ljóð og annan ljóðrænan texta getur með öðrum orðum ekki verið í því fólgið að draga fram sérstök einkenni, boðskap eða hugmyndafræðilegan kjarna.13 Gagnrýni af þessu tagi kann að eiga við viðfangsefni þessarar greinar. Tvennt skal þó nefnt aðferðinni til vamar. Annað er það að við túlkun ljóða er oft greint á milli þriggja sniða þeirra: Málsniðs, mynd- og/eða táknsniðs og loks efnissniðs.14 Við þessa þrískiptingu má svo auðvitað bæta formsnið- inu. Hér verður áhersla lögð á efnissniðið sem felur í sér það sem ljóðið fjallar um, efni þess (þema), inntak eða boðskap.15 Það getur verið fullkom- lega eðlilegt að fást við þetta sjónarhorn án þess að hinum sé gert jafnhátt undir höfði. Hins vegar verður þá þess að gæta að ljóðið hefur ekki verið túlkað til fulls og er það síðara atriðið í málsvörn minni. Hér er ekki gerð tilraun til túlka Sjödœgru eða ljóð hennar niður í kjölinn og sú áhætta þar með tekin að oftúlka einstök atriði. í raun má spyrja hvenær ljóð hafi verið túlkað til hlítar. 10 Kristinn E. Andrésson 1949: 138. Sjá Hjalti Hugason 2004: 97. 11 Jóhannes úr Kötlum 1965: 7. 12 Hedlund 2000: 27. 13 Hedlund 2000: 42. 14 Hedlund 2000: 81. Helst má segja að skáldið víki frá hefðbundinni tjáningu í þessu efni er það lýsir opinberun Krists í sínu eigin líft og segir „þá birtist hann sem stjama í austri og sýnir sig/á sálar minnar glugga". Jóhannes úr Kötlum 1976: 23. 15 Hedlund 2000: 81-82. 73
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.