Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 111

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 111
og safn svipmynda úr daglegu lífi fólks frá þeim tíma sem hún var í gildi, til ársins 1281 þegar íslendingar fengu nýja lögbók er Jónsbók nefndist. Grágásarlögin eru varðveitt í tveimur meginhandritum, Konungsbók (Gl. kgl. sml. 1157 fol.) og Staðarhólsbók (AM 334 fol.). Bæði þessi handrit eru talin rituð á tímabilinu 1250-80.7 Einn hluti Grágásar nefnist kristinna laga þáttur, að stofni til frá árunum 1122-33, þ.e. frá þeim tíma þegar kirkjan var enn á mótunarskeiði á íslandi. í kristinna laga þætti er því ekki lýst beinlínis hvernig staðið skyldi að stofnun kirkna en af stöku frásögnum má draga um það nokkrar ályktanir. A einum stað í Staðarhólsbók er þessi lýsing: Þar er maður leggur fé til kirkju, hvort sem það er í löndum eða lausum aurum, í búfé eða tíundum af þeim bólstöðum er héraðsmenn skulu þangað inna, og skal sá maður er kirkju varðveitir láta gera þann máldaga á skrá allan, hvað hann hefir fjár gefið þangað, eða aðrir héraðsmenn til þeirrar kirkju. Þann máldaga er honum rétt að lýsa að Lögbergi eða í lögréttu eða á vorþingi þvf er hann heyr, hvað þar liggur fjár til þeirrar kirkju. Hann skal láta ráða [þ.e. lesa] skrá og lýsa þann máldaga heima að kirkju um sinn á tólf mánuðum hverjum [þ.e. einu sinni á ári], þá er menn hafa þangað tíðasókn flestir.8 A öðrum stað í Staðarhólsbók er því lýst hvað gera skuli ef kirkja brann eða varð fyrir varanlegum skemmdum: Ef kirkja brennur upp, eða lestist hún svo að aðra þarf að gera, og skal þar kirkju gera sem biskup vill, og svo mikla sem hann vill, og þar kalla kirkju sem hann vill [þ.e. tileinka kirkju þeim dýrlingi sem biskup vill]. Landeig- andi er skyldur að láta kirkju gera á bæ sínum, hvergi [þ.e. hver] er fyrr lét gera. Hann skal upp hefja smíð svo að ger sé á tólf mánuðum hinum næstum þaðan í frá er kirkja lestist, svo að tíðir megi í veita ef hann of förlar [þ.e. getur]. Landeigandi á að leggja fé til kirkju svo að biskup vili vígja fyrir þeim sökum. Þá skal biskup til fara að vígja kirkju þá.9 7 Grágás. Lagasafii íslenska þjóðveldisins. Gunnar Karlsson, Kristján Sveinsson og Mörður Ámason sáu um útgáfuna. Reykjavík 1992, s. xii-xvi, xxii-xxiii. 8 Grágás 1992, s. 12. Þessi texti er birtur stafréttur í Grágás efter det Amamagnœanske Haandskrift Nr. 334 fol., Staðarlwlsbók, udgivet af Kommissionen for det Arnamagnæanske Legat. Kjfíbenhavn 1879, s. 17-18. Sams konar ákvæði er í Konungsbók, sbr. Grágás. Islœndernes lovbog i fristatens tid udgivet efter det kongelige Bibliotheks Haandskrift og oversat af Vilhjálmur Finsen for det nordiske Literatur-Samfund. Förste Del. Text 1. Kjöbenhavn 1852, s. 15-16. 9 Grágás 1992, s. 11 (skýringar eru einnig þaðan). Sbr. Grágás 1879, s. 15 (Staðarhólsbók). Grágás 1852, s. 13-14 (Konungsbók). Orri Vésteinsson telur þessi ákvæði Grágásar bera þess merki að vera ekki eldri en frá því um 1200 (sbr. Tlie Christianization oflceland: Priests, Power, and Social Cliange 1000-1300. Oxford 2000, s. 108-109). 109
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122
Side 123
Side 124
Side 125
Side 126
Side 127
Side 128
Side 129
Side 130
Side 131
Side 132
Side 133
Side 134
Side 135
Side 136
Side 137
Side 138
Side 139
Side 140
Side 141
Side 142
Side 143
Side 144
Side 145
Side 146
Side 147
Side 148
Side 149
Side 150
Side 151
Side 152
Side 153
Side 154
Side 155
Side 156
Side 157
Side 158
Side 159
Side 160
Side 161
Side 162
Side 163
Side 164
Side 165
Side 166
Side 167
Side 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.