Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 129

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 129
voru í fyrsta lagi bundnir af ættmennum sínum og afkomendum og lög- vörðum rétti þeirra til arfs og framfærslu. í öðru lagi var algengt á mið- öldum að eignarmaður hefði ekki full not jarða sinna og annarra fasteigna vegna margs konar ítaka sem aðrir áttu í eignum hans. Þetta má að flestu leyti skýra með landsnytjum og búskaparháttum þess tíma. Á kirkjueignum hvíldu hins vegar kvaðir af ýmsum toga, hinar helstu að framfleyta presti og þurfamanni, einum eða fleiri, og standa undir kostnaði við tíðasöng og sálu- messur. Af þessum sökum hafa sumir fræðimenn kosið að nota orð eins og „klofmn“ eignarréttur (kl0yvd egedomsrett) eða „notkunarbundinn“ eignar- réttur (funksjonell egedomsrett) og eiga þá við að margir hafi átt tilkall til sömu eignar, hver á sinn hátt.96 Það verður þó að segjast að íslenskar heim- ildir frá miðöldum gefa tæplega ástæðu til að ætla að ítök og kvaðir eins og afvinna97 kirkjueigna og enn síður réttur leiguliða til að nýta land í eigu kirkju hafi nokkurn tíma verið talinn jafngilda hlutdeild í beinum eignarrétti á kirkjulandi. I stað þess að auðkenna eignarréttinn með lýsingarorðum eins og „klofmn“ og „notkunarbundinn“, þar sem hagsmunir einstakra aðila stangast jafnvel á, gæti hugtakið sameign átt við í einstaka tilvikum. Dæmi um sameign eru sumir afréttir, a.m.k. sunnanlands, en jafnframt má leiða hugann að því hvort jarðir bændakirkna, sem ekki áttu nema tiltekinn hlut í heimalandi, hafi ekki einnig verið í sameign, þ.e. sameign kirkjubónda og kirkjunnar sem lögpersónu. Að öðrum kosti væri erfitt að réttlæta það sem síðar gerðist þegar bændakirkja var lögð niður að jarðir hennar urðu þá eign viðkomandi bónda.98 Annað einkenni á samfélagi miðalda var það að ekki var jafnræði með mönnum heldur kom allt vald og forsjá að ofan. Þetta hafði að líkindum áhrif á viðhorf manna til eignarréttarins. Konungur eða landsdrottnar áttu landið og þeir létu síðan aðra fá hluta þess að léni. Lénsmaður átti ekki land sitt á sama hátt og landsdrottinn heldur hafði það til vörslu og ágóða gegn ákveðnum skuldbindingum, og undir honum voru síðan bændur og leigu- liðar, hver með sinn skika til ábúðar. Þannig má segja að eignarrétturinn hafi verið í vissum skilningi stigskiptur. Ebbe Hertzberg var einn þeirra fræðimanna sem taldi að þannig hefði því 96 Sbr. Magnús Stefánsson: Staðir og staðamál, s. 199-200. Gudmund Sandvik: Prestegard og prestel0nn. Studiar kring problemet egedomsretten til dei norske prestegardane. [An útg.st.] Universitetsforlaget 1965,s. 98-99. Ebbe Hertzberg ræddi um „en Spaltning af selve Eiendomsbegrebet" (Om Eiendomsretten til det norske Kirkegods, s. 16). 97 afvinna merkir f þessu samhengi tiltekna ráðstöfun tekna af kirkjufé eins og nánar er kveðið á um í mál- dögum. 98 Einar Amórsson taldi að vísu að bóndi hefði verið eigandi kirkju sinnar, jarða hennar og fasteignaréttinda (.íslenzkur kirkjuréttur. Reykjavík 1912, s. 176-177). Það verður þó að teljast álitamál í ljósi þess sem hér hefur verið rakið að framan, sbr. einnig Álitsgerð kirkjueignanefndar, s. 46-49 (sjá 64. nmgr.)). 127
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.