Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 132

Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Page 132
Hungurvöku. Með það í huga get ég varla samþykkt eins og hvern annan sjálfsagðan hlut, að Skálholtsstaður sé gefinn annarri kirkju.109 Halldór Laxness hafði áður viðrað svipaðar skoðanir og biskupinn þó að þeir gætu að öðru leyti varla talist neinir samherjar.110 Sumarið 1956 birti hann grein í Þjóðviljanum þar sem hann veittist að lúterskum mönnum fyrir það að efna til hátíðar til minningar um stofnun biskupsstóls í Skálholti án þess að fulltrúar páfa og „almennrar kirkju“ væru þar viðstaddir.* * 111 Aldar- fjórðungi síðar var skáldið enn við sama „heygarðshomið“. Sumarið 1981 var þess minnst á árlegri Skálholtshátíð að þúsund ár voru liðin frá upphafí trúboðs á íslandi. Af því tilefni skrifaði Halldór Laxness aðra grein, að þessu sinni í Morgunblaðið (28. júní), undir fyrirsögninni „Þegar hún Skálholtskirkja brann“.112 Þar sagði m.a.: Mun hvorki „siðbót“ Lúters né aftaka Jóns biskups Arasonar hafa haft rétt- arfarslegt gildi á íslandi né annarstaðar, heldur heyra einfaldlega undir bar- ban; en við því eru eingin lög. Þar undir heyrir einnig upptaka slésvíkinga á eignum íslensku kirkjunnar, og ekki hvað síst „ógildíng" á skálholtsgjöf Gissurar biskups ísleifssonar sem vikið er að í upphafí þessa pistils.113 Skáldið klykkir síðan út með þessum orðum: „Ef á að endurreisa Skál- holt verður það að gerast á réttum forsendum. Því þetta er gjöf Gissurar biskups ísleifssonar til rómversk-kaþólsku kirkjunnar á Islandi.“114 Ekki er hér sagt berum orðum að páfinn sé eigandi Skálholts og annarra fomra kirkjustaða á íslandi en í greininni er hann alls staðar nálægur í öllu sínu veldi. Grein Halldórs Laxness vakti að vonum athygli og sýndist sitt hverjum. Blaðamaður Morgunblaðsins fór á stúfana og leitaði álits valinkunnra manna. Einn þeirra var Hinrik Frehen, biskup kaþólsku kirkjunnar. Hann taldi það alveg augljóst að „sögulega séð“ ætti „ríkiskirkjan“ ekki að vera í Skálholti. En hann benti jafnframt á að í kirkjulögum væri venja að eftir 109 „Gissur gaf kaþólskri kirkju Skálholt, segir Jóhannes Gunnarsson Hólabiskup.“ Morgunblaðið 24. febr- úar 1963, s. 10. Jóhannes biskup fékk bágt fyrir þessi orð sín í útvarpserindi sem Benjamín Eiriksson flutti 21. apríl sama ár. 110 Jóhannes Gunnarsson kallaði Halldór Laxness „fráhvarfsmann" (svo að vægt sé að orði kveðið, á þýsku Renegat) í bréfi sem hann skrifaði ritstjóra kaþólsks blaðs í Þýskalandi í tilefni af Nóbelsverðlaunum skáldsins (Jahrbuch des St.-Ansgarius-Werkes fiir die katholische Kirche im Norden 1956, s. 46). 111 „Hæpin hátíð.“ Þjóðviljinn 5. júlí 1956. Greinin var síðar gefin út í Gjömingabók. Reykjavík 1959, s. 67-70. 112 Greinin „Þegar hún Skálholtskirkja brann“ var endurprentuð í bókinni Víð heygarðshornið. Reykjavík 1981, s. 146-154. 113 Halldór Laxness: „Þegar hún Skálholtskirkja brann“, s. 151. 114 Halldór Laxness: „Þegar hún Skálholtskirkja brann“, s. 153-154. 130
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168

x

Ritröð Guðfræðistofnunar

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Ritröð Guðfræðistofnunar
https://timarit.is/publication/1152

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.