Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Side 134
Jarðir sem danakonúngur skilaði aftur í hendur íslenskra yfirvalda laungu
eftir innreið lútersmanna - þeim var skilað raungum aðilja; þetta eru jarðir
páfadómsins. I Siðbótinni var aungu stolið né rænt frá neinum hér á landi
nema páfanum.120
Þrátt fyrir orð biskupanna og yfirlýsingar skáldsins að Gljúfrasteini
verður tæplega aftur snúið með þá niðurstöðu, sem styðst við lögskýringar
og kaþólskan kirkjurétt, að á miðöldum hafi hver vígð og fullgild kirkja átt
sig sjálf en hvorki páfinn í Róm né allsherjarkirkjan, ekki einu sinni Jesús
Kristur, nema þá að nafninu til.
5. Eftir siðaskiptin
Því hefur löngum verið haldið fram að við siðaskiptin hafi konungur lagt
undir sig allar eigur kirkna og klaustra í landinu.121 Þetta er nú vísast orðum
aukið.
Kristján hertogi Friðriksson var kjörinn konungur Danmerkur 1534 eftir
blóðuga borgarastyrjöld og nefndist eftir það Kristján III. í október 1536
kallaði hann saman þing (herredag) og komu þar saman fulltrúar borgara og
bænda ásamt aðlinum í heild sinni en nærveru hinnar andlegu stéttar var
ekki óskað.122 í upphafí þingsins flutti konungur ræðu þar sem hann reyndi
m.a. að fullvissa þá um sem ekki vildu segja skilið við kaþólska trú að þeir
þyrftu ekkert að óttast. Enginn mundi þvinga þá til að snúast gegn samvisku
sinni heldur yrðu þeir uppfræddir af guðs orði urn sannleika trúarinnar. Ef
menn vildu á hinn bóginn taka upp lúterska kenningu og féllust á að hið
andlega vald yrði lagt niður hlytu þeir einnig að vera því samþykkir að
krúnan tæki til sín eignir andlegu stéttanna (geistlige Godser) enda yrði
þeim ekki betur varið en til að greiða þær skuldir sem ríkið hefði safnað á
sig. Þannig yrði almúganum aukinheldur forðað frá sköttum og álögum. Það
var þó ekki ætlun konungs að gera upptækar allar kirkjujarðir. Aðallinn
skyldi áfram halda þeim vörslurétti sem hann hefði áður haft og kirkjumar
jörðum sínum og eignum.123
Þegar konungur hafði lokið máli sínu var það einróma niðurstaða þings-
120 „Harmleikur dana á sextándu öld.“ Og árin líða. Reykjavík 1984, s. 70.
121 Sjá t.d. Einar Laxness: íslandssaga. 3. b. (s-ö). Reykjavík 1995, s. 21.
122 Vilborg Auður ísleifsdóttir: Siðbreytingin á íslandi 1537-1565. Byllingin að ofan. Reykjavík 1997, s.
37-40.
123 Niels Krag og Stephan Stephanius: Den stormœgtigsle Konge Kong Christian den Tredie, Konge til
Danmark og Norge ... hans Historie, ved Niels Krag og Stephan Stephanius. Oversat af Lalinen, for-
áget med adskillige Anmœrkninger og Ttllœg, samt herr Kammerherre Suhms og hr. Statz-Raad Grams
Fortaler. 1. b. Kaupmannahöfn 1776, s. 157-158 (4. bók).
132