Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Blaðsíða 136
kirkju.129 Hér ber að nefna þrennt sem gæti vakið efasemdir um að eignir
kirkjulegra stofnana hafí í reynd verið þeirra séreign en ekki annarra. I
fyrsta lagi gerðist það þegar jarðeignir biskupsstólanna voru seldar nálægt
aldamótunum 1800 að andvirði þeirra rann í ríkiskassa Danakonungs. En á
móti er þess að geta að hann tók að sér að greiða biskupi föst laun og standa
straum af skólahaldi á Hólavelli við Reykjavík sem tók við af stólsskól-
unum sunnanlands og norðan.130 í öðru lagi tók konungur til sín andvirði
seldra klausturjarða á 18. og 19. öld enda má segja að þá hafi hlutverki
þeirra sem trúarstofnana fyrir löngu verið lokið og engin sambærileg
stofnun tekið við.131 í þriðja lagi kom fyrir að kirkjubóndi eða eigandi
þeirrar jarðar sem kirkja stóð á fengi nokkuð í sinn hlut þegar hún var lögð
niður og eignir hennar seldar.132 En hvorki þetta né neinar aðrar ráðstafanir
konungs og ríkisvalds virðist hafa hnekkt á nokkurn hátt sjálfstæðum eign-
arrétti kirkjulénanna með prestssetrum sínum, jarðagóssi og ítökum og sá
eignarréttur naut verndar stjórnarskrárinnar eins og eignarréttur annarra lög-
aðila eftir að hún hafði öðlast hér gildi 1874.133
Alyktun sú sem hér er dregin af framangreindri rannsókn er í samræmi
við niðurstöður kirkjueignanefndar (Álitsgerð 1984) en hefur ekki verið
óvefengd. I athugasemdum við frumvarp til laga um sölu þjóðjarða árið
1905 er því haldið fram, án nokkurs fyrirvara, að kirkjujarðir séu „landsins
eign á líkan hátt og þjóðjarðir" en hafi þá sérstöðu að tekjur af þeim renni
hvorki í landssjóð né séu teknar inn í fjárlögin heldur fengnar einum flokki
embættismanna, prestunum, til uppeldis og umráða.134 Þessi ummæli voru í
samræmi við álit tveggja virtra kirkjuréttarfræðinga á sinni tíð, þó að annar
þeirra, Jón Pjetursson, yfirdómari við landsyfirréttinn, tæki reyndar ekki af
öll tvímæli:
129 Alitsgerð kirkjueignanefndar, s. 42-43.
130 Þorkell Jóhannesson: Saga íslendinga. 7. b. (Tímabilið 1770-1830. Upplýsingaröld) Reykjavík 1950, s.
162. Sjá ennfremur Guðmundur Hálfdanarson: „Sala Skálholtsjarða. Fyrsta uppboð ríkiseigna á Islandi,
1785-1798.“ Saga. Tímarit Sögufélags 2005 (2), s. 71-97
131 Samkvæmt lögum kaþólsku kirkjunnar geta „til þess bær yfirvöld" lagt niður persónu að lögum ef til
þess liggja lögmætar ástæður eða hún hefur ekki starfað í hundrað ár („... a competenti auctoritate leg-
itime supprimatur aut per centum annorum spatium agere desierit..." (Code of Canon Law 1983, s. 37
(can. 120) (sjá 86. nmgr.)). Klausturjarðir, sem eftir voru, urðu eign landssjóðs þegar hann var stofnaður
1871 (Gylfi Þ. Gíslason o.fl.: Alþingi og fjárhagsmálin 1845-1944. Reykjavík 1953, s. 46-53. Álitsgerð
kirkjueignanefndar, s. 49).
132 Sjá t.d. Lovsamling for Island. 6. b. (1792-1805). Kaupmannahöfn 1856, s. 166-168 (Laugameskirkja),
s. 573 (Hlíðarendakirkja). Hér að framan hefur þetta verið skýrt með þeirri tilgátu að eignir bænda-
kirkna hafi verið í sameign viðkomandi bónda og kirkjunnar.
133 Alitsgerð kirkjueignanefndar, s. 118. Tíðindi um stjómarmálefni Islands. 3. b. (1870-1875). Kaup-
mannahöfn 1875, s. 709 (50. gr. stjómarskrárinnar).
134 Alþingistíðindi 1905. A. Þingskjöl. Reykjavík 1905, s. 291.
134