Ritröð Guðfræðistofnunar - 01.09.2005, Síða 137
Þar sem þannig þessar ljenskirkjur eru, er enginn einstakur maður nú lengur
á, og menn geta sagt, að eigi sig sjálfar eður að landið eigi handa prestum
sínum, er sóknarprestunum veittur kirkjustaðurinn til ábúðar afgjaldslaust,
og eins leigur og landskuldir af kirkjujörðunum, og yfir höfuð allur arðurinn
af kirkjufjánum; en þar á móti ber þeim að gæta að því, að það ekki rýrni nje
gangi úr sjer.135
Einar Amórsson var hins vegar ekki í nokkrum vafa um eignarréttarstöðu
lénskirkna:
Lénskirkjujarðir eru í raun réttri þjóðeignir (þjóðjarðir), en um þær hefir
farið nokkuð á annan hátt en aðrar þjóðjarðir, með því að þær hafa verið
faldar forræði presta til skamms tíma og þeir hafa haft hinar föstu embættis-
tekjur sínar af eftirgjöldum jarða þessara. Löggjöfm gerir og greinarmun
milli þjóðjarða alment og lénskirkjujarða, sjá t.d. 1. nr. 30, 20. okt. 1905, sbr.
1. nr. 50, 16. nóv. 1907.136
Þeirri kenningu hefur jafnframt verið haldið fram að kirkjujarðir væru í
vissum skilningi „almenn eign“ kirkjunnar í landinu, þ.e. þjóðkirkjunnar, og
þá með þeim rökum að tekjuháum brauðum var skylt samkvæmt lögum að
leggja hinum fátækari til hluta af tekjum sínum.137 í þessu ljósi er athyglis-
vert að þáverandi biskup íslands, Hallgrímur Sveinsson, hafði engan fyrir-
vara um eignarréttinn þegar hann lét í ljós álit sitt á frumvarpi til laga um
sölu kirkjujarða 1907: „Jeg sje ekkert á móti því, að kirkjujarðir verði seldar
af landsstjórninni eftir almennri lagaheimild og almennum reglum, líkt og
hinar eiginlegu landssjóðsjarðir.“138 Honum nægði að vita að andvirði seldra
kirkjujarða átti að leggja í sérstakan sjóð, sem nefndur var kirkjujarðasjóður,
og ávöxtur hans að stærstum hluta nýttur til að greiða sóknarprestum föst
laun.
Þjóðkirkjan varð löghelgað hugtak með stjórnarskránni 1874.139 Það var
135 Jón Pjetursson: íslenzkur kirkjurjettur. Reykjavík 1863, s. 200-201.
136 Einar Amórsson: íslenzkur kirkjuréttur, s. 179 (sjá 98. nmgr.). Á sama stað komst hann svo að orði:
„Lénskirkjur á landsjóður í raun réttri." Sbr. einnig Álitsgerð kirkjueignanefndar, s. 116-117.
137 Álitsgerð kirkjueignanefndar, s. 115. Páll Sigurðsson: „Breytingar á réttarreglum um vörslu kirkjueigna
og um fjárhagsleg kjör presta í upphafi 20. aldar." 2. íslenska söguþingið 30. maí-I. júnt' 2002. Ráð-
stefnurit II. Ritstj. Erla Hulda Halldórsdóttir. Reykjavík 2002, s. 223. í umræðum á Alþingi um skipan
prestakalla 1879 viðraði Amljótur Ólafsson skoðanir þeirra sem héldu því fram að hver kirkja væri „lög-
stofnun sjer“ og hinna sem töldu þær sameiginlega eign „landskirkjunnar" (Alþingistlðindi 1879. Síð-
ari partur: Umræðumar. Reykjavík 1879, s. 582. Sjá Hjalti Hugason: „Þróun íslensku þjóðkirkjunnar á
landshöfðingjatímanum." 2. íslenska söguþingið 30. maí-I. júní 2002. Ráðstefnurit II, s. 213).
138 Alþingistíðindi 1907. A. Þingskjöl með yflrliti. Reykjavík 1907, s. 277.
139 Einar Amórsson: íslenzkur kirkjuréttur, s. 31. í athugasemdum við fmmvarp til laga um stöðu, stjóm
og starfshætti þjóðkirkjunnar virðist gert ráð fyrir að hún hafi með stjómarskránni orðið sjálfstæð
stofnun og réttaraðili sem gæti átt eignir (Alþingistíðindi 1996-97. A. 4, s. 2988).
135