Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 10
8
MULAÞING
um, hafí hann hlaupið eða synt þarna yfir Fljótíð og síðan hörfað upp í
skógartorfu þá er hangir í Hafrafellinu og heitir síðan Grímstorfa. Þar
er vígi gott, má varla upp komast nema á einum stað. Þar hafi hann eða
þeir félagar leynst eða varist eftirreiðarmönnum, sem var ofurefli liðs.
A leið okkar út með Fljótinu er næst að nefna Breiðavað. Merkisteinn
heitir steinn við Fljótið út og niður af Kálfsnesgerði; frá honum var riðið
þvert yfir. Þetta er á landamerkjum miUi Breiðavaðs og Mýness. Þau
liggja af Krosshöfða í stefnu á Merkistein þann er áður var nefndur.
Þetta vað þótti gott, og það mundi faðir minn vel að fé var þar rekið yfir
á haustin ef lítið vatn var í Fljótinu.
Ranavað heitir næsta vað. Var það riðið þvert yfir Fljótið úr Rana-
sporði við ós Urriðavatnslækjar.
Utan við Ranavað var hið eldra Breiðavað inn og niður af Breiðavaðs-
bænum að sögn Þórhalls Jónassonar bónda þar. Það var óreitt orðið
áður en aflagðist að nota vöðin á Fljótinu. Bæjarnafnið mun dregið af
þessu vaði.
Þá er Skógargerðisvað, riðið út í Fljótið að norðan 300-400 m innan
við Horn og stefnt á Breiðavaðsbæ. - Stutt er á miUi þessara þriggja
síðasttöldu vaða; þó er það svo að djúpir álar milli þeirra eru óreiðir.
Þá komum við næst að Rangárvaði, þar sem einnig var ferjustaður-
inn. Það var fjölfarið, riðið út í Fljótið við Ferjubakkahornið innra,
þaðan þvert yfir á grynningar nærri því í rniðju Fljóti, þaðan breytt
lítilsháttar stefnunni til suðurs og þeirri stefnu haldið á stóran stein við
Fljótið að austan.
Næst er Hesteyravað, líka nefnt Dagverðargerðisvað. Að austan er
farið út í Fljótið utan við Flekahorn og stefnt á Dagverðargerðisbæ.
Næst er að geta tveggja vaða á Steinsvaðsflóa. Innra vaðið er frá
Veiðiklöpp að norðan, þaðan beint yfir í Vaðtanga innan við Stóra-
Steinsvað. Ytra vaðið er úr Gjá milli Gjáarkletta að norðan og komið í
land að austan utan við Stóra-Steinsvað. Þar örlar á stórum steinum í
flóanum þegar vatnsborð er lágt, og mátti vel á hæð þeirra upp úr vatni
vita hvenær reitt var.
Utan við Lagarfoss kann ég ekki að setja nein vöð á Fljótinu, en veit
þó að riðið var það hjá Steinboga þegar lítið var í því.
Þegar kemur út á sléttlendið (Eyjarnar) hafa stórvötnin, Lagarfljót og
Jökulsá, breytt sínum farvegum á leið til sjávar. I Fljótsdælu segir um
för Þiðranda Geitissonar til Njarðvíkur, að hann ríður ,,út með Lagar-
fljóti ok ofan eptir Hróarstungu ok þar yfir fljótit, er heitir at Bakka-
vaði.“ í grein sinni Söguslóðir á Úthéraði í Múlaþingi 11. hefti telur