Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 11
múlaþing
9
Halldór Pétursson Bakkavað hafa verið skammt fyrir austan Sand,
nýbýli úr Hólshjáleigulandi. Byggist það á því að þá hafi Lagarfljót og
raunar Jökulsá líka fallið austur í Selfljót um farveg sem enn ber nafnið
Jökullækur. Frekari fróðleik er um þetta að finna í áðurnefndri grein
Halldórs Péturssonar.
I kaupstaðarferðunum áður fyrr reyndi á þrek og þol þörfustu þjón-
anna, hestanna okkar. Það var talað um góða vatnahesta og víst er það
að ýmsu urðu þeir að venjast. Fljótið var riðið á vöðum lengi eftir að
brúin kom 1905. Var þá aðallega um að ræða lausríðandi fólk, sem var
þá að stytta sér leið. En eftir að bílvegir komu um allar trissur lagðist
það af að ríða Fljótið. Margar ferðir átti ég yfir Fljótið á Skógargerðis-
vaði eða Rangárvaði, ef ég þurfti að bregða mér á Seyðisfjörð eða í Eiða,
svo eitthvað sé nefnt. Hestarnir vissu hvað til stóð. Þegar stigið var á
bak og stefnt að Fljótinu setti hroll að þeim sumum, því kalt er jökul-
vatnið. Þeir rötuðu vöðin og voru við öllu búnir.
I svarta þoku og náttmyrkri kom ég eitt sinn af Seyðisfirði og átti þess
engan kost að sjá slóðir á stóru leirunum austan við Fljótið og ekki sást
til kennileita hinum megin við það. Þá var það ráð tekið að láta hestinn
ráða ferðinni, og ekki brást ratvísi hans. Upp úr Fljótinu kom hann fast
hjá stórum steini eins og vera átti.
Vöð voru nokkur á Jökulsá í Fljótsdal. I Hrafnkels sögu Freysgoða
segir, að þeir Eyvindur riðu upp með Lagarfljóti ,,fyrir neðan völl á
Hrafnkelsstöðum ok svá fyrir vatnsbotninn ok yfir Jökulsá at Skála-
vaði“. Þá var botn Lagarfljóts innar en nú. Þekkt er Alavað fremst af
Brattagerðiseyri og yst af eyrinni er annað vað. Eiríkur Kjerúlf bóndi í
Vallholti fullyrðir að það sé Skálavað. Þessi vöð eru riðin þvert yfir í
Klausturnes, og þegar farið er Skálavaðið að austan er stefnt á græna
tóft á bakkanum hinumegin.
Enn er vað innan við þessi bæði, riðið úr Veturhúsaeyri út og norður
yfir í Klausturnes. Heitir það Bjarnabrot.
Kirkjuvað kallaðist vað á ánni beint niður af Valþjófsstaðakirkju.
Langhúsastrengur hét vað sem stundum var farið á bílum eftir að þeir
komu. Þá var farið á milli Langhúsaeyrar og Hvammseyrar neðan við
Hvammshúsin, beitarhús frá Valþjófsstað. Melgrófavað hét vað innan
við Hvamminn. Teigshúsavað var fremst úr Langhúsaeyri í stefnu á
Teigshús. Á ýmsum stöðum innar á dalnum var áin riðin, en ótrygg
voru þau vöð og sjaldan farin. Árbotninn er nokkuð stórgrýttur innan
við Teigshús.
Á Keldá í Suðurdal voru vöð ótrygg og breytileg frá ári til árs, og urðu