Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 14
12
MULAÞING
komið til bæja á Brennistöðum eða Gilsárteigi. Á sléttum grasbala
skammt frá vaðinu má enn líta milli tíu og tuttugu samliggjandi götu-
troðninga, þögult vitni um umferðina sem um aldir lá um þennan fjall-
veg. Skemmst til bæja frá Borgfirðingavaði er að Ánastöðum, beint
niður yfir Hálsana. Ollu lengra og meira til norðurs er í Svínafell og
Hjaltastað.
Vafalaust hefur Anna og félagar hennar ætlað að taka stefnu frá ánni
að einhverjum þessara bæja, en þar sem á var niðdimm þoka og engar
glöggar götur að fara eftir varð þeim brátt ljóst að þau mundu tæpast
vera á réttri leið. Land er þarna votlent, víða stórir flóar og ekki hest-
færir alls staðar. Ferðin gekk því seint en áfram var þó haldið út í
óvissuna.
Leið nú óðum að kveldi, en í ljósaskiptunum komu þau að litlum bæ
þar í heiðinni. Reyndist það vera Staki-Hjalli. Bjó þar þá Einar Jónsson
skáld, sem oftast hefir verið kenndur við býli sitt og nefndur Einar á
Hjalla.
Þar sem langt var liðið á kvöld, og þokan enn sú sama, falaðist
ferðafólkið eftir næturgistingu á Hjalla. Var það auðsótt. Morguninn
eftir var bjart og besta veður og gekk þá ferðin að óskum.
Býlið Staka-Hjalla reisti Einar 1844. Er það hátt til fjalls í landi
Kóreksstaða, inn og upp af Hjaltastað. Bjó Einar þar fyrst einsetumað-
ur, eða með ráðskonum tíma og tíma. En um 1850 kvongast hann og bjó
á Hjalla til dauðadags 1860. Eftir dauða Einars bjó ekkja hans áfram á
Hjalla en eftir eitt til tvö ár flutti hún þaðan og fór þá býlið í eyði.
Einar var Eyfirðingur að ætt, fæddur að Varmavatnshólum í Öxnadal
1802 en fluttist rúmlega tvítugur austur á Jökuldal.
Þegar Anna á gamals aldri minntist þessa ferðalags þeirra Breiðvík-
inga lét hún þess jafnan getið hvað hún hefði haft gaman af þessari
komu sinni á Hjalla. Þótt híbýli þar væri lágreist var svo þrifalega og
snyrtilega um allt gengið að athygli hlaut að vekja og Einar allra manna
skemmtilegastur í frásögn og tali.
Anna var mesta greindarkona, stálminnug og fróð um marga hluti,
kunni sæg af lausavísum meðal annars eftir Einar á Hjalla. Sennilega
hafa þær ekki allar komist á blað — því miður. Eftirfarandi vísa Einars
er frá Onnu komin. Lýsir hún annarri gestakomu að Hjalla:
Einar á Hjalla hefur kalla hýsta fjóra,
suma smáa, suma stóra
en sulti valla fyrir tóra.