Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 16
BENEDIKT SIGURÐSSON
Álftvíkinga þáttur
Samantekt um Eirík Einarsson
bónda í Álftavík 1829-1855,
venslamenn hans og afkomend-
ur.
/.
I austfirskum sögnum og fróðleiksritum er allvíða getið feðganna Eiríks
Einarssonar og Finns Eiríkssonar, sem bjuggu í Alftavík við Loðmund-
arfjörð 1829 - 1856.
I einum hinna merku þátta Halldórs Stefánssonar um austfirska at-
vinnusögu (Austurland IV) eru þeir taldir fyrstu bændur í Norður-Múla-
sýslu, sem höfðu framfæri sitt og sinna að meirihluta af sjávarafla á
síðustu öld. Hafi þeir því verið frumherjar að útgerð sem sérstakri
atvinnugrein í sýslunni.
Þá eru þeir feðgar í allmörgum ritum nefndir sem afkomendur Arna
Grímssonar strokumanns af SnæfeUsnesi, sem kunnur er úr sögnum.
Hann strauk frá yfirvöldum þar vestra árið 1745 og bjó síðar um áratuga
skeið í Norður-Þingeyjarsýslu undir nafninu Einar Jónsson. Þessi ætt-
færsla mun sótt í Ættir Austfirðinga eftir Einar Jónsson prófast á Hofi.
Hún styðst við mjög hæpnar röksemdir, þegar hún er skoðuð niður í
kjölinn.
Eina heimildin, sem séra Einar nefnir fyrir þessari ættfærslu er ætta-
safn Jóns Sigfússonar frá Ketilsstöðum. Hann tekur þó fram oftar en
einu sinni, að þetta safn sé óáreiðanlegt og verði að nota það með mikiUi
varúð.
Jón Sigfússon staðhæfir, að Eiríkur Einarsson hafi verið sonur Einars
sterka Jónssonar, þ. e. Arna Grímssonar, sakamanns. Einar prófastur
sér þegar, að þetta er tilhæfulaust. Samt er eins og hann telji sig ekki
geta vikið frá hugmyndinni um skyldleika Eiríks við Árna. Ályktar hann
síðan, að Einar Árnason, faðir Eiríks, hafi verið sonur Árna Grímsson-
ar, elstur af börnum hans eystra. Sú hugmynd stenst þó ekki heldur,
eins og fram kemur í neðanmálsgrein eftir Benedikt frá Hofteigi. Eini
möguleikinn, sem þá er eftir skilinn, er sá, að Árni hafi eignast Einar
vestra, áður en hann strauk. Þá er eftir að útskýra rökin fyrir því, að