Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 18
16
MÚLAÞING
aði niður þáttinn um Einar sterka, sem birtur er í Ættum Austfirð-
inga.
Skal nú vikið að nokkrum slíkum atriðum:
Árið 1784, eftir Skaftáreldana, var geysilegt mannfellisár við Þistil-
fjörð. Samkvæmt kirkjubók Sauðanessóknar féllu það ár í sókninni 68
manns. „Allir þessir úr hor og hungri dauðir, utan 4, sem hægt andlát
hlutu á þeirra sóttarsæng“, segir í bókinni. I þessari hrinu dó Einar
sterki (Árni strokumaður) og Björg kona hans. Fjöldi þeirra, sem eftir
lifðu, eigruðu til aruiarra sveita í von um lífsbjörg, ef þeir voru gangfær-
ir. Meðal þeirra var Hákon Einarsson sterka og Jón nokkur Arason,
líklega frændi hans í móðurætt. Voru þeir í slagtogi saman. Hinn 15.
jan. 1785 voru þeir færðir fyrir héraðsþing í Krossavík í Vopnafirði,
sakaðir um flakk og þjófnað á tveim kindum, annarri frá hreppstjóran-
um í Borgarfirði, Guðmundi Kolbeinssyni. Taldist sannað, að þeir
hefðu verið á verðgangi frá því í nóvember um haustið - Hákon fékk
síðar úrskurð um endurheimt æru vegna þessa brots; var harín lesinn
upp á Hólmum 13. maí 1796.
Þegar þetta gerðist bjó áðurnefndur Einar Árnason á Eyri í Reyðar-
firði. Við manntal í janúar 1785 er ,,Hákon“ skráður þar síðastur
heimilismanna, án föðurnafns, aldurs eða stöðu á heimili. Næsta ár er
Hákon Einarsson, 20 ára, skráður vinnumaður þar hjá Einari Árnasyni,
1787 er hann ekki skráður í Reyðarfirði, er aftur á Eyri 1788, vantar í
manntalsbók 1789, en er síðan skráður næstu ár á Hólmum og Stuðlum.
Aldur hans er yfirleitt 4-5 árum lægri en fæðingardagur hans í kirkju-
bók Svalbarðssóknar gefur tilefni til; þar er hann sagður fæddur 1761.
Samt er haft fyrir satt, að þarna sé um sama mann að ræða, enda gætir
mikillar ónákvæmni í kirkjubókum frá þessum tíma.
Athvarf Hákonar hjá Einari á Eyri er eitt af haldreipum þeirrar skoð-
unar, að þeir hafi verið skyldir, jafnvel hálfbræður. Á hitt ber þó að líta,
að í Móðuharðindunum flosnaði fólk upp í þúsundatali og þess voru ótal
dæmi, að þetta fólk kæmist í vistir eða settist af öðrum ástæðum að
fjarri átthögum sínum.
Einar á Eyri átti fjóra syni: Eirík, f. 1778, Sigurð, f. 1780, Magnús, f.
2. júlí 1785 og Einar, f. 7. jan. 1787. Eru þeir allir nema Einar færðir til
ættar Einars sterka í Ættum Austfirðinga.
Hákon Einarsson giftist 19. okt. 1794 Lukku Jónsdóttur, f. í Hellis-
firði um 1765. Eignuðust þau einn son, Einar, síðar bónda í Austdal við
Seyðisfjörð. Hefur hann orðið mjög kynsæll.
Systir Lukku Jónsdóttur, Ingibjörg, giftist Sveini Oddssyni bónda í