Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 19
múlaþing
17
Barðsnesgerði í Norðfirði. Dóttir þeirra, Lukka Sveinsdóttir, giftist
Einari Einarssyni, þeim syni Einars á Eyri, sem ekki er færður til ættar
við hann í Ættum Austfirðinga.
Einar yngri og Lukka eignuðust tvær dætur, Guðrúnu og Ingibjörgu.
Guðrún giftist Árna Sigurðssyni beykis, Olafssonar á Eskifirði. Ingi-
björg systir hennar dvaldist einnig eitthvað á Eskifirði og eignaðist þar
barn með dönskum beyki, Rasmus Petersen. - Jón Sigfússon ætt-
fræðingur, sem flutti til Eskifjarðar 1860 og bjó þar til æviloka 1866,
gæti hafa haft veður af ætterni þessara systra, sem voru í senn þriðji
ættliður frá Einari Árnasyni og þremenningar við barnabörn Hákonar
Einarssonar.
Einar í Austdal varð sem fyrr segir mjög kynsæll. Tvær af dætrum
hans giftust sonum Sigurðar Einarssonar, Árnasonar. Þarna tengdust
enn ættleggir frá Einari Árnasyni og Hákoni Einarssyni. Sameiginlegir
afkomendur þeirra hafa verið orðnir allmargir, þegar sr. Einar Jónsson
tók að safna fróðleik um ættir seint á síðustu öld.
Saga Arna Grímssonar (Einars Jónssonar) hefur verið eitthvað þekkt
á Austurlandi í tíð þeirra Jóns og sr. Einars. Samkvæmt henni lagði
Arni hug á Guðrúnu nokkra Magnúsdóttur á Skinnalóni og átti með
henni barn. — Nú vildi svo til, að kona Einars Árnasonar á Eyri,
móðir Eiríks í Álftavík og þeirra bræðra, hét líka Guðrún Magnúsdóttir.
Slíkar nafnahkingar geta verið býsna vihandi, ekki síst þegar farið er
eftir munnmælum. Þetta atriði gat því styrkt orðróm eða hugmyndir um
þennan margnefnda skyldleika.
II.
Nú mun mál að bera fram tilgátu um uppruna Eiríks í Álftavík og þeirra
bræðra, í stað þeirrar, sem hafnað hefur verið:
Við búendatalið 1762 er piltur að nafni Einar Árnason, 16 ára, heimil-
ismaður á Kolfreyjustað hjá sr. Eiríki Einarssyni. Hann virðist vera
einskonar niðursetningur, skráður í dálk yfir ,,De Fattiges Tal og
Alder, som ved hvert Sted opholdes og kan forrette noget Arbejde".
Þá búa á Brimnesi við Fáskrúðsfjörð Magnús Jónsson og Sigríður
Hemingsdóttir, sem svonefnd Brimnesætt er rakin frá. Börn þeirra eru
talin í Æ. Au. (593 og áfram). Eitt þeirra hét Guðrún. Hún er talin 15
ára, fædd um 1747. Um hana segir svo íÆ. Au: „Guðrún Magnúsdóttir
frá Brimnesi (593) hefur líklega dáið ung“.
Það er skoðun þáttarhöfundar, að þarna séu komin hjónakornin á
Múlaþing 2