Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 20
18
MÚLAÞING
Eyri, foreldrar Eiríks í Álftavík og þeirra bræðra. Nöfnin eru hin sömu,
og aldursfærslum um Guðrúnu í kirkjubókum ber saman við búenda-
talið; en Einar er víðast hvar talinn fæddur einu til tveim árum seinna
en þarna er tilgreint. SHkar skekkjur eru þó svo algengar í gögnum frá
þessum tíma, að tilgátan getur vel staðist þess vegna.
Eitt af því, sem styður þessa tilgátu, er að Eiríkur í Álftavík er í
manntölum sagður fæddur á Brimnesi.
Ennfremur er þess að geta, að þegar Einar og Guðrún fara frá Eyri
um 1790, flytjast þangað Brimnesingar, systkini Guðrúnar samkvæmt
þessari tilgátu; Hemingur, Steinunn og Anna, og Sigríður móðir þeirra.
Rúmum 30 árum seinna, vorið 1821, réðst Hemingur vinnumaður á
Eldleysu hjá Eiríki syni Einars og Guðrúnar á Eyri, þá 68 ára gamall, en
var þar að vísu aðeins eitt ár.
Einar og Guðrún eignuðust enga dóttur, svo vitað sé, og gátu því ekki
látið heita nafni húsfreyjunnar á Brimnesi. En þau létu næstelsta son
sinn heita Sigurð. Eiríkur sonur þeirra eignaðist dóttur í foreldrahús-
um. Hún var skírð Sigríður. Tekið skal þó fram, að ekki er vitað um
móðurkyn hennar.
Allt bendir þetta þó eindregið til þess, að hér sé Guðrún frá Brimnesi
komin.
Vel má ímynda sér, að þegar fyrsta barn þeirra Eyrarhjóna, Eiríkur,
var skírður á Brimnesi, hafi nafn sr. Eiríks Einarssonar á Kolfreyju-
stað verið haft í huga, en hjá honum var Einar Árnason 1862, sem fyrr
segir.
Sannanir, sem skera úr um þetta mál, koma varla fram í dagsljósið
hér eftir. Verður hver að hafa það, sem honum finnst líklegast.
III.
Einar og Guðrún hafa sennilega byrjað búskap sinn á Brimnesi í Fá-
skrúðsfírði 1778 eða fyrr, flust að Eyri um 1780 og búið þar í um það bil
áratug. Um 1790 fluttust þau að Grund í Dalakálki og bjuggu þar til
1803. Þá brugðu þau búi. Einar var síðan í húsmennsku á Hesteyri eitt
ár og tæp tvö ár á Sörlastöðum. Hann dó 10. júní 1806, en heimildir
vantar um dánardægur Guðrúnar, enda eru allstór skörð í kirkjubækur
Fjarðarsóknar frá þessum tíma.
Við manntalið 1801 voru hjá þeim á Grund þrír synir þeirra, Eiríkur,
22ja ára, Magnús 16 ára og Einar 14 ára. Sigurður er þá vinnumaður í
Skógum í Mjóafírði, tvítugur að aldri. Þá er á heimilinu eiginkona