Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 25
MULAÞING
23
Mál Eiríks Ólafssonar er rakið ágætlega í þætti eftir Árna Óla blaða-
mann, í bókinni Grafið úr gleymsku.
Engar heillegar sagnir né ítarlegar heimildir eru til um Eirík Einars-
son. Honum bregður aðeins fyrir á nokkrum stöðum. Þeir fáu glampar,
sem á hann falla, sýna óbrotinn, en heilbrigðan, raunsæjan og raungóð-
an mann, sem stendur báðum fótum á jörðu. Hann er „berserkur til
erfíðis", eins og um hann segir í frásögn Sigfúsar; kappsamur og harð-
skeyttur sjósóknari, sem kann betur en aðrir menn að lesa úr skýjafari,
sjávarföllum og vindi, og velur sér búsetu við ystu mið. Hann minnir um
sumt á Þorgeir í Vík í kvæðinu eftir Ibsen.
V.
Áður var að því vikið, að nýting landgæða á Eldleysu hefði verið of
smátt viðfangsefni fyrir fimm fullvinnandi manneskjur á barnlausu
heimili, enda hefði aðalstarf Eldleysufólks verið sjósókn. Beinar heim-
ildir um þetta skortir að vísu, en landkostir og lega býlisins, fólkshald
og það litla, sem opinber plögg kunna frá Eiríki að segja bendir allt í
þessa átt.
Eiríkur og Margrét hófu búskap á Eldleysu 1810. Þá höfðu lengi
geisað og stóðu enn svonefndar Napoleonsstyrjaldir. Siglingar um
Norður-Atlandshaf voru þá mjög ótryggar vegna tilrauna Frakka og
Breta til að hefta hvorir fyrir öðrum möguleika til viðskipta við aðrar
þjóðir. í september 1807 hertóku Englendingar danska flotann og
sigldu á brott með hann. Danir reiddust þessum yfírgangi heiftarlega,
svo sem vonlegt var, og lögðust á sveif með Frökkum, en það höfðu þeir
ekki ætlað sér áður. Stríðsþátttaka þeirra leiddi síðan td þess, að ensk
herskip og víkingaskip hindruðu siglingar til og frá Danmörku og her-
tóku sum af þeim fáu kaupskipum, sem reynt var að koma til íslands.
Af siglingateppunni og vöruskortinum, sem af henni leiddi, jókst
mjög þörfín fyrir fiskmeti. Varð þá arðvænlegra en oftast áður fyrir
sjávarbændur með takmarkaðar landnytjar að afla skreiðarfisks og há-
karls til viðskipta við innsveitamenn.
Sagnir eru um, að Hermann í Firði og fleiri Mjófirðingar hafi stundað
viðskiþti við Héraðsbúa og að Hermann hafi auðgast mjög á slíkri versl-
un. Þetta var raunar ekkert einstakt fyrirbæri; vöruskipti landbænda og
sjávarbænda eru eflaust jafngömul byggð í landinu. En á þessu tímabili
voru viðskiptaskilyrðin sjávarbændum óvenju hagstæð.
Engin vitneskja er fyrir hendi um það, hverjum Eiríkur á Eldleysu