Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 27
múlaþing
25
um aldur hans; skakkar allt að fimm árum. - Ekki er vitað, hvernig á
blábuxanafninu stóð, en bæði fyrir og eftir hans daga hafa uppnefni
tíðkast hér á landi. Voru umkomulitlir menn, sem lítil hætta var á að
bitu frá sér, oft hæddir með óvirðulegum nafngiftum. Þó kom fyrir, að
gengið var lengra í þessu efni en óhætt var, og eru allmörg dæmi til um
málaferli út af uppnefningum.
Foreldrar Jóns á Grund voru Jón Jónsson bónda Jörundssonar á Þor-
grímsstöðum í Breiðdal og víðar, og Katrín Jörundsdóttir kona hans.
Þau áttu mörg börn, sem þau virðast hafa verið á hálfgerðum hrakningi
með, enda bláfátæk. Þau voru í Vík í Fáskrúðsfirði 1811. Hefur það
líklega verið síðasti staðurinn þar sem þau bjuggu. Jón var þá rúmlega
sjötugur og Katrín hálfsextug. Jón hefur líklega dáið skömmu seinna og
heimilið þá flosnað upp, hafi það ekki sundrast áður.
Uppeldi og menntun Jóns á Grund hefur ekki verið margra fiska
virði, ef dæma má eftir umsögn um hann í kirkjubók Mjóafjarðar 1817,
þegar honum var loksins gefinn kostur á að staðfesta skírnarheitið. Þar
segir á þessa leið:
,,Jón Jónsson vinnupiltur frá Steinsnesi — að sögn 22 ára - athuga-
verður um siðferði, ekki ónæmur, en skilningsdaufur og lítt stautfær,
fæddur að Vík í Fáskrúðsfirði, hefur allt til þe ss hann kom í þessa sókn
af verðgangi uppdregist í stærsta reiðuleysi, en hefur nú undanfarin
þrjú ár fengið uppfræðslu hjá bóndanum Birni Skúlasyni á Grund og
húsbændum sínum á Steinsnesi, svo hann hefur lært“.
Þess er alkunn dæmi, að fríðleiki kvenna hafi svipt snjöllustu spek-
inga hyggindum þeirra og að litlir karlar í lágum sessi hafi notið meiri
kvenhylli en ýmsir, sem hærra bar í mannfélagsstiganum. Þó að Jón á
Grund væri alinn upp á flækingi, ólæs, illa að sér í fræðunum, gleymst
hefði að ferma hann og yfirlætisfullir menn þættust þess umkomnir að
klína á hann uppnefni í háðungarskyni, þá höfðu konur á honum góðan
þokka.
A Steinsnesi, nokkra kílómetra fyrir innan Grund, en tvær stuttar
bæjarleiðir fyrir utan Eldleysu, bjó Hermann Hermannsson, Jónssonar
í Firði. Hann var kvæntur Sólrúnu Skúladóttur, systur Björns á Grund.
Þriðja systkinið, Svanhildur Skúladóttir, var vinnukona hjá systur sinni
og mági á Steinsnesi 1816-17. Svanhildur var gift Jóni Eyjólfssyni
vinnumanni á Brekku. Jón er talinn fæddur í Snjóholti í Eiðaþinghá um
1780, sonur Eyjólfs Jónssonar, hálfbróður Hermanns í Firði, og
Guðnýjar Eyjólfsdóttur frá Kollsstöðum. Jón er í sumum sögnum nefnd-
ur ,,böðull“, hefur hklega einhverntíma gegnt þeim starfa að fullnægja