Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 31
múlaþing
29
frumheimild um eitt þessara barna, en í Ættum Austfirðinga, nr. 423,
er nefndur Bessi Jónsson blábuxa.
Dándimönnum Mjóafjarðar leist ekki á að hafa sbkt kvennagull sem
Jón lengur innan endimarka sveitarinnar og brugðust við skjótt og
drengilega að koma honum burtu. Hafa prestur og hreppstjóri vafalaust
haft frumkvæði í því máli. I kirkjubókinni segir, að Jón Jónsson sé
,,skilinn með forboði frá barnsmóður sinni, Sigríði Eiríksdóttur á Eld-
leysu. Að Hólum í Norðfirði".
Sveitarforkólfarnir í Norðfirði hafa líklega spyrnt eitthvað við fótum,
áður en þeir veittu Jóni inngöngu í hreppsfélagið, því hann er ekki
skráður innkominn að Hólum fyrr en 1821. Á því ári segir kirkjubók
Mjóafjarðar Sigríði á Eldleysu og Magnús son þeirra Jóns burtvikin
þangað.
VII.
Þegar Jón Jónsson vék frá Eldleysu vorið 1820, var Eiríki bónda vant
vinnumanns í hans stað. Réð hann áðurnefndan Jón Eyjólfsson til sín,
en hann var nú skilinn að lögum frá Svanhildi Skúladóttur.
Margrét húsfreyja var nú orðin rúmlega hálfsjötug og varla sami
víkingurinn til verka og áður. Sigríður hlaut að verða meira eða minna
bundin yfir barni sínu. Eldleysuheimilinu var því ekki síður vant vinnu-
konu en vinnumanns, helst reyndrar konu, fjölhæfrar til verka, sem
gæti verið heimilinu til forstands í viðlögum.
Sigurður Einarsson, bróðir Eiríks á Eldleysu, bjó á Hesteyri í Mjóa-
firði. Hann var kvæntur Ingibjörgu Hermannsdóttur frá Firði, og áttu
þau fímm börn 1816. Arið 1819 réðst til þeirra vinnukona að nafni Gróa
Jónsdóttir. Samkvæmt kirkjubók kom hún að Hesteyri frá Ormarsstöð-
um í Fellum. Hún hefur hklega verið um 37 ára, þegar hún kom að
Hesteyri. Með henni var dóttir hennar, Gróa Guðmundsdóttir, 11 ára.
Gróa eldri var samkvæmt kirkjubókum fædd í Ássókn, en Gróa yngri í
Kirkjubæjarsókn. Leit höfundar að heimildum um ætt Gróu eldri og
faðerni Gróu yngri hefur ekki borið árangur.
Vorið 1820 fara þær mæðgur vistferlum frá Hesteyri að Eldleysu.
Líklegt er, að Gróu eldri hafi þá þegar verið falið að annast einhverja
tiltekna þætti heimilishaldsins. Gróa yngri, sem eftir kirkjubókum að
dæma var efnisbarn, hefur nálgast það að vera talin matvinnungur og
verið vel hæf til að létta Sigríði gæslu Magnúsar litla.
Arið eftir, þann 25. júlí 1821, ól Gróa son, sem hún kenndi Jóni