Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 34
32
MULAÞING
son frá Grænanesi, séra Benedikt Þorsteinsson og Brynjólfur Gíslason
hreppstjóri í Norðfirði. Tvær konur, sem stefnt hafði verið til réttar-
haldsins, gátu ekki komið sökum sjúkleika. Var önnur þeirra Lukka
Sveinsdóttir, mágkona Eiríks á Eldleysu.
Svanhildur hélt fast við fyrri framburð sinn. Sagði hún, að barn
hennar hefði komið undir í kaupstaðarferð til Eskifjarðar hálfum mán-
uði fyrir veturnætur haustið áður. Voru áðurnefnd vitni, sem flest eða
öll höfðu verið í kaupstaðarferðinni, síðan kölluð fyrir, en ekkert þeirra
taldi sig geta gefið neinar upplýsingar um málið. Þá var lagður fram
skriflegur vitnisburður frá Lukku Sveinsdóttur. Er hann á þessa leið:
,,Þar eð Lukka Sveinsdóttir getur ekki farið að heiman vegna þess,
að enginn maður er heima, og vegna heilsuleysis, þá gefur hún sinn
vitnisburð svo látandi: Sagði, að hann hefði gefið henni að deginum
fyrra í tvær reisur að súpa á brennivínsglasi (hér er bklega átt við Jón og
Svanhildi. Innskot höfundar), en um kvöldið lagðist Svanhildur Skúla-
dóttir niður á ubarloftinu í framkaupstaðnum, og Torfi Björnsson næst-
ur henni, síðan Lukka Sveinsdóttir og Einar bóndi hennar í röð, en það
veit hún, að Jón Jónsson var Svanhildi næstur á aðra hlið, eður hlið-
hallt. Þennan vitnisburð býðst Lukka Sveinsdóttir með eiði að stað-
festa, ef til kemur“.
Réttarhöldunum var þessu næst frestað og málið ekki tekið fyrir aftur
fyrr en 15. apríl næsta vor. Engar yfirheyrslur virðast þá hafa farið
fram, líklega vegna fjarveru vitna, en viku seinna, þann 22. apríl, var
það tekið fyrir í réttarhaldi á Skorrastað. Voru þá tilkvödd vitni, hin
sömu og haustið áður, yfirheyrð og látin vinna eið að framburði sínum.
Ekkert nýtt kom fram, og Jón og Svanhildur héldu fast við fyrri fram-
burð sinn. Síðan segir í réttarskýrslunni:
,,Þareð það við vitnisburð yfirheyrðra vitna ekki er bevísað að Jón
Jónsson sé faðir til þess óegta barns, sem Svanhildur Skúladóttir hefur
átt, og hann þar til neitar faðerni til þess, svo á hann .. .að hreinsa sig af
þessum áburði með eiðs afleggingu“.
Hér á eftir var honum því stílaður fylgjandi eiður, eftir upplesna eiðs
útleggingu fyrir honum, og þar hjá lagaskýrsla fyrir straffi því, sem við
liggur að sverja á mót vitund:
,,Eg, Jón Jónsson, sver það og segi guði almáttugum og þessum rétti,
að ég aldrei hefi haft holdlegt samræði með Svanhildi Skúladóttur um
þann tíma sem það barn hún fæddi næsthðið sumar og skírt var Jón að
nafni, er getið, og að ég ekki er faðir til þess barns. Svo framarlega
hjálpi mér Guð og hans heilaga orð.