Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 36
34
MULAÞING
að flytjast til Mjóafjarðar, kvænast Sigríði Eiríksdóttur og hefja búskap
á jarðarparti, sem honum stæði til boða. Kom síðar í ljós, að það var
hluti af Eldleysu.
Halldór hreppstjóri taldi sér skylt að reyna að hindra það, að þessi
ábyrgðarlausu skötuhjú færu að hokra í hreppnum við þau ein búskap-
arefni, sem þarf til þess að fjölga sveitarómögum í veröldinni. Og hver
vissi nema Jón yrði fleiri konum að táli; reynslan sýndi, að í þeim efnum
var honum ekki treystandi.
Hreppstjórinn lagði því bann við, að Jón fengi að flytjast inn í hrepp-
inn og stofna þar til hjónabands. Var sú aðgerð í samræmi við landslög
og ekki hægt að hnekkja henni nema með dómsúrskurði um, að við-
komandi hefði getu til að sjá sér og sínum farborða án þess að íþyngja
s veitarfélaginu.
Jón og Eiríkur tilvonandi tengdafaðir hans áttu ýmsa hauka í horni,
sem studdu þá í þessu máli. Varð að ráði, að Jón stefndi hreppstjóran-
um. Málið var tekið fyrir í réttarhaldi á Skorrastað um vorið. í bókun
réttarins segir meðal annars:
1826, þann 1. maí kom fyrir rétt á Skofrastað mál, sem Jón Jónsson
hafði höfðað gegn Halldóri Pálssyni hreppstjóra, vegna þess að hrepp-
stjórinn hafði mótmælt því, að nefndur Jón fái að ganga í hjónaband í
Mjóafjarðarhreppi.
. . .var síðan framlögð stefna af 26. apríl þ.á., hvar með Jón innstefn-
ir Halldóri Pálssyni til að koma fram með þær mótsagnir á móti að hann
innláti sig á egtaskap í Mjóafirði. Stefnan var upplesin og uppteiknuð
með Litra E. Hreppstjórinn var spurður, hvört hann vildi mæta eftir
þessari stefnu og mæta genmælum. Svar: Já.
Viltu þá framkoma með þínar mótsagnir?
Svar: Já.
Þar næst framlagði hann eitt bevís eður dokument af 1. maí, hvar
hann uppástendur að Jóni Jónssyni skuh ei eftirlátast hans ábúð í
hreppnum, af því sá áminnsti jarðarpartur sé ónógur, og þar fyrir, að
Jón og hans konuefni séu bæði þekkt fyrir ódugnað og óskikkanlegan
lifnað. Framlagði hann þar næst eitt attest frá prestinum séra Salómon,
hvar segir, að þær umgetnu persónur hafi illt orð á sér, að fleiri í
sveitinni eru þar á móti að þau fái egtaskap...
. . .Jón Jónsson framlagði þá 12 attesti frá ýmsum í þessari sveit
(líklega Norðfirðingum sem vildu greiða fyrir brottflutningi Jóns úr
Norðfjarðarhreppi. Innskot höf.), og voru þeir síðan aðspurðir, hvört
þeir væru samhljóða um þann góða vitnisburð, sem í því stóð.