Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 37
MULAÞING
35
Var svo framlögð uppteiknun yfir hans eignir. Voru bændurnir svo
aðspurðir hvört þeir vissu að hann ætti allt þetta. Svöruðu þeir, að það
muni vera svo. Þar næst framlagði hann eitt bevís frá Eiríki á Eldleysu
hvarí stendur, að ef hann fái þar til leyfi af landsdrottni sínum, vilji
hann eftirláta Jóni helming jarðarinnar. Var Eiríkur svo aðspurður
hvört hann væri þessu samþykkur.
Svar: Ég stend við það ég hefi talað.
Hreppstjórinn erkleraði að hann nú léti sökina til dóms, og Jón Jóns-
son líka, og var svo sökin tekin til dóms“.
Þáttarhöfundur hefur ekki fundið dóminn, en ljóst er, að hann féll
Jóni í vil.
Þess var áður getið, að séra Salómon lét barneignarbrot Eiríks á
Eldleysu með Gróu Jónsdóttur lítið til sín taka fyrstu misserin. Hann
gat þó ekki leitt það alveg hjá sér, og í þessu sajna réttarhaldi, 1. maí
1826, var Eiríkur bóndi kallaður fyrir réttinn, eftir að máli Jóns og
Halldórs hreppstjóra hafði verið vísað til dóms. Um þetta segir í réttar-
gerðinni:
,,.. .var svo fram kallaður Eiríkur Einarsson á Eldleysu og spurður:
Hve gamall ertu?
Svar: 47 ára.
Gengstu við því, að vera faðir að barni því, sem Gróa Jónsdóttir fæddi
hitt hið fyrra?
Já.
Er þín kona lifandi?
Já, þó lasleg sé.
Framlagði hann svo eitt attesti frá konu sinni um að straffið fyrir
hórbrotið mætti honum eftirgefast".
Beiðnin um eftirgjöf refsingar studdist við konunglega tilskipun frá
1823, þess efnis, að heimilt væri að fella niður sektir fyrir hórdómsbrot,
ef maki hins seka óskaði að halda áfram sambúðinni og bæði þess að
refsing yrði felld niður.
I málum sem þessu var sakaraðilum fyrirskipað að skiljast frá þeim,
er höfðu fallið í sök með. Voru einhverjir málamyndatilburðir hafðir í
frammi til að hlýða þessu ákvæði, því þetta sama ár bókar Mjóafjarðar-
kleíkur Gróu burtvikna að Barðsnesgerði í Norðíirði, en þar réðu hús-
um Einar Einarsson, bróðir Eiríks, og Lukka Sveinsdóttir kona hans.
Líklega'hefur Gróa aldrei farið þangað, eða aðeins um stuttan tíma, því
1827 bókar séra Salómon í prestsþjónustubókina við nafn Gróu á Eld-
leysu: ,,Þessi kvenpersóna var fyrra ár með dómi frádæmd Eiríki