Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 39
MÚLAÞINC-
37
XI.
Heimildir skortir um búskap Eiríks á Dvergasteini árin 1827 - 1829.
Sennilegt er, að hann hafí látið Jóni og Sigríði eftir nokkuð af bústofni
sínum, ef til vill meginhlutann. Eignir Jóns, sem virðast hafa komið
ýmsum á óvart, þegar „uppteiknun yfír hans eignir“ var lögð fram í
málaferlunum við Halldór hreppstjóra, geta naumast hafa verið runnar
úr öðrum stað en búi Eiríks. Samkvæmt kirkjubók Fjarðarsóknar 1817
hafði Jón Jónsson ,,allt til þess hann kom í þessa sókn af verðgangi
uppdregist í stærsta reiðuleysi". Síðan hafði hann verið á hálfgerðum
hrakningi í tveim sveitum. Honum hefur því varla safnast fé að ráði til
að byrja búskap með, jafnvel þó hann hafí verið dugnaðarmaður til
vinnu.
Sé þessi tilgáta rétt, hefur Eiríkur ætlað framvegis sem fyrr að
treysta mest á björgina úr sjónum. En þeim, sem vanur var að sækja
skammt til gjöfulla miða á Norðfjarðarflóa hefur þótt langróið á feng-
sælar fískislóðir innan frá Dvergasteini. Eiríkur hefur því fljótlega byrj-
að að huga að búsetustað nær djúpmiðum.
Bújarðir lágu ekki á lausu um 1830, hvorki á útnesjum né inni í
fjörðum og dölum. Þjóðin var að rétta úr kútnum eftir harðindakaflann,
sem hófst með Skaftáreldunum og stóð með hléum fram eftir 19. öld-
inni; hafísár, siglingateppa vegna styrjalda og kuldaskeið. Þrátt fyrir
þetta var fólksfjöldinn farinn að nálgast það, sem landið bar við hina
fornu búskaparhætti. En fólkið sótti ennþá svo að segja einvörðungu í
sama atvinnuveg: landbúnaðinn. Hver jarðarskiki í byggð var setinn,
eyðibýli voru byggð upp og landnám að hefjast á stöðum, sem ekki hafði
verið búið á fyrr, svo vitað væri. 1 rauninni var að því komið, að lands-
menn yrðu að fínna nýja bjargræðisvegi eða flytjast úr landi, en farast
ella.
Eiríkur Einarsson kunni allt, sem að sjómennsku laut. Hann hefur
eflaust byrjað á sjónum með föður sínum frá Grund í Dalakálki, elstur
bræðranna, síðan sótt út á flóann frá Eldleysu flesta daga sem gaf á sjó.
Báðar þessar jarðir voru kot; fólkið þar varð að sækja sér björg í sjóinn.
Hann var enn hinn hraustasti maður, þó hann væri farinn að nálgast
fimmtugsaldurinn. Það lá því beint við fyrir hann, búlítinn hús-
mennskumann eða leiguliða, að fínna sér hentugan stað til búsetu í
einhverri útvík, þaðan sem styttra væri að sækja á miðin en frá Dverga-
steini, innarlega í löngum fírði. Og hann fann slíkan stað, Alftavík, þá
syðstu af víkunum milli Borgarfjarðar og Loðmundarfjarðar, eyðibýli,
sem ekki hafði verið búið á í hálfa aðra öld eða lengur.