Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 41
múlaþing
39
Alftavík ytri er suðaustan undir Alftavíkurfjalli milli Húsavíkur og Loðmundarfjarðar
(sjá kort). A korti Landmœlinga nr. 113 eru tvœr villur á þessum slóðum: Innri-Alftavík er
ekki þar sem merkt er, heldur rétt utan við Nesflug, og svokallað Dagmálafjall (639 m)
heitir Miðmundafjall og er eyktamark frá Húsavík (kl. 13,30). — A myndinni sést bœjar-
stœðið á háu bakkahorni á miðri mynd, túnbletturinn í kring og nær út undir vinstri jaðar
myndarinnar. Utheyskapur mun einkum hafa verið í dœldum (gontum) í hlíðinni ofan við
túnið. Vetrarbeit er prýðisgóð því að landið er snjólétt og i vari fyrir norðlœgum áttum.
Höfnin Lotna til vinstri við miðja mynd.
anleg kona“ og bæði eru „allvel að sér“. Annað heimilisfólk er Finnur
sonur hans og Gróu, vinnumaður og vinnukona.
Heimilisfólk í Alftavík var oftast 5—6 manns fram að 1840, en 7—8 á
árunum 1840—1843. Þórður Jónsson kom þangað 1834 eða 1835, tahnn
léttadrengur, og var þar að mestu óslitið upp frá því, uns hann kvæntist
1849. Gróa kom til Álftavíkur 1837 eða 1838. „Eiríkur og Gróa í Álfta-
vík“ eru talin forsjármenn Finns, þegar hann fermist 1838. Mun hún
síðan hafa dvalist í Álftavík óshtið til dauðadags og er jafnan titluð
ráðskona í kirkjubókum. Engin heimild er fyrir því, að þau Eiríkur hafi
gifst og ekkert, sem bendir til þess. Sagan um giftingu þeirra er ein af
mörgum missögnum um þau í Ættum Austfirðinga.
Tekið skal fram, að aldursfærslur Álftavíkurfólks og raunar fleira um
það er ónákvæmt í kirkjubók Klyppstaðarsóknar. Eiríkur er víða tahnn
3—5 árum eldri en hann var og Margrét 5-8 árum eldri. Einnig er
föðurnöfnum brenglað á nokkrum stöðum.