Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Qupperneq 42
40
MULAÞING
Árið 1842 kom að Álftavík frá Miðbæ í Norðfirði vinnukona að nafni
Halldóra Jónsdóttir, fædd á Kálfaströnd í Mývatnssveit 22. okt. 1815.
Hún var óskilgetin dóttir Jóns Ingjaldssonar, Halldórssonar á Jarlsstöð-
um í Lundarbrekkusókn og Maríu Jónsdóttur, sem líklega hefur verið
dóttir Jóns Jónssonar og Halldóru Oddsdóttur, giftra vinnuhjúa á
Hróastöðum í Hálssókn 1801. Hún mun hafa verið niðursetningur eða á
vegum föðurfólks síns fyrstu árin, en 1826 var hún send að Brekku í
Mjóafirði til föður síns, sem var þar vinnumaður og kvæntist 25. des.
sama ár Sigríði Sigurðardóttur, f. 17. okt. 1799 á Þórarinsstöðum í
Seyðisfirði. Var hún einnig vinnuhjú á Brekku. Þau hófu búskap í
Innra-Firði næsta ár og bjuggu síðan á ýmsum jörðum í Mjóaíirði og
Norðíirði þar til Jón lést 25. ág. 1843 úr landfarsótt, sem tahð er að hafi
orðið að bana 15 manns í Norðfirði og 7 í Mjóafirði. - Jón og Sigríður
eignuðust eina dóttur, sem upp komst, Onnu Margréti. Maður hennar
hét Ogmundur Jónsson. Bjuggu þau á ýmsum stöðum í Mjóafirði og
Norðfirði kringum 1860, en fluttust síðar til Seyðisfjarðar. Byggði
Ogmundur og bróðir hans, er Jón hét, þar hús, sem kennt var við þá og
nefnt Bræðraborg. Börn þeirra voru Þorbjörg Sigríður, Jónas, Sigurður
og e.t.v. fleiri.
Halldóra Jónsdóttir og Þórður Jónsson í Álftavík eignuðust saman
son, Halldór, f. 24. mars 1845. Var Halldóra með hann á Nesi í Loð-
mundarfirði 1846. Árið eftir var hún skráð húskona í Álftavík, en var
horfin úr sókninni við manntal 1848.
Sama ár og Halldóra kom að Álftavík, réðst vinnukona að nafni Sig-
urlaug Sigurðardóttir til Húsavíkur. Hún var f. 9. des. 1809 í Eiðasókn,
dóttir Sigurðar Eiríkssonar og Elínar Tómasdóttur frá Stóra-Steinsvaði.
Þau voru ekki gift. Hálfbróðir Sigurlaugar, sammæðra, var Benóný
Guðlaugsson á Glettinganesi. Sigurlaug átti tvö börn, Sigurlín og
Stefán, sem hún hafði eignast með Stefáni Stefánssyni frá Fannardal í
Norðfirði. Ekki er ljóst, hvernig kynni tókust með henni og Finni Eiríks-
syni né hvenær hún fluttist að Álftavík, en 2. mars 1845 voru þau gefin
saman í hjónaband. Eignuðust þau fimm börn á fyrstu sjö árum sam-
búðar sinnar og komust þau öll til þroska.
Sigríður Eiríksdóttir kom að Álftavík 1850, skráð vinnukona hjá föður
sínum og með henni Magnús sonur hennar. Voru þau meira og minna
viðflækt hjá Eiríki og Finni fram undir 1860. Sigríður missti mann sinn
1840. Leystist heimilið upp þá eða skömmu síðar. Var Sigríður eftir það
vinnukona á ýmsum stöðum og oftast eða alltaf einhver barna hennar
með henni.