Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Page 43
múlaþing
41
Höfnin Lotna innan við mynnið. Þegar sjór var fœr smábátum úti fyrir var þar nokhuð
örugg lending, en ekki í stórsjó. Karl Sveinsson í Hvannstóði tók þessar Alftavíkurmyndir
og það er bátur hans sem liggur á Lotnu.
Heimilismönnum í Álftavík fór allört fjölgandi, þegar kom fram á
fimmta áratuginn. Sigurlaug og börn hennar hafa líklega komið þangað
1843 eða 1844. Við það fjölgaði á heimilinu upp í 9-10 manns. Hélst sú
tala til 1847; þá hækkar hún upp í 13. Næstu tvö ár eru 10-11 manns í
heimili í Álftavík, aftur 13 árið 1850, næsta ár 15 og 1852 kemst þessi
tala hæst; þá telur kirkjubókin 16 manns heimilisfasta þar. Næsta ár
hefur fækkað um tvo, síðan fækkar um einn á ári, og síðasta árið, sem
Eiríkur og skyldulið hans bjó í Álftavík, var þar 12 manns í heimili.
Eiríkur virðist hafa haft bæði tögl og hagldir í sínum höndum allan
þann tíma, sem hann og fólk hans var í Álftavík. Um og eftir 1850 er
Finnur ýmist kallaður ráðsmaður eða húsmaður þar. Árið 1854 er hann
á manntalsskýrslunni kallaður ráðsmaður, en Eiríkur er titlaður á sömu
skýrslu „faðir bóndans“. Gróa andaðist 24. júlí þetta ár, kölluð ráðs-
kona í kirkjubókinni. Virðist svo sem Eiríkur hafi þá látið að fullu af
búsforráðum og Sigurlaug og Finnur tekið við.
Næsta ár, 1855, ber Finnur loksins óskorðaðan bóndatitilinn í Álfta-
vík. Búskapur hans þar eftir það stóð þó aðeins til næsta vors.
Búskapurinn í Álftavík frá 1843 eða þar um bil hefur í reynd verið
einhverskonar félagsbúskapur tveggja og stundum jafnvel þriggja sifja-