Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Blaðsíða 44
42
MÚLAÞING
hópa, sem allir voru innbyrðis venslaðir og tengdir ættarhöfðingjanum
Eiríki.
Eins og fyrr er getið, bar Alftavík ekki stórt bú, enda er nokkrum
sinnum tekið fram í manntalsskýrslum um Álftavíkurfeðga, að þeir
framfæri sig mestmegnis af sjávarafla.
Hreppsbækur Borgarfjarðar geyma ýmsan fróðleik um efnahag Álft-
víkinga. I ,,Uppteyknan yfir Borgarfiarðr Hrepps Fátækra Tilstand“
1829, sama ár og Eiríkur hóf búskap í Álftavík, segir, að hann búi á 4
hundraða koti og greiði þar af 3 fiska í fátækrahlut. Lausafé hans er
talið 2V2 hundrað og fátækrahluti þar af 7 fiskar. Tíund alls 10 fiskar.
Þrem árum seinna er lausafjáreign hans talin 5V2 hundrað. Tíund-
argjald hans er það ár alls 57/io fiskar, og bera aðeins þrír af 30
bændum hreppsins lægri tíund. Hæsta tíund það ár ber hreppstjórinn,
Stefán Olafsson á Gilsárvelli, 228/io fiska. Auk tíundar er lagt á
„Extra Utsvar“ eftir efnum og ástæðum. „Eyríkur í Álftavík, ablamaður
nockur, enn örfátækur á lélegu koti“ fær 63/io fiska.
Ekki er að sjá á hreppsbókinni, sem nær fram til 1839, að nein
stórbreyting hafi orðið á efnahag og afkomu í Álftavík. Tíundargjald
Eiríks á þessum tíma er lægst tæpir fjórir fiskar en hæst 13V2 fiskur,
en tíundargjald og útsvar samanlagt hæst 15 fiskar. Nokkrum sinnum
er þess getið í hreppsbókinni, að hann sé ,,bláfátækur“ eða ,,fátækur“
og 1835 er hann nefndur „fátæklingur með þrjá ómaga“.
Hreppsbók 1839 - 1849 er glötuð, en í bók tímabilsins 1850-1866 eru
skráðar búnaðarskýrslur, sem sundurgreina bústofn og aðrar eignir.
Árið 1850 telja Álftavíkurfeðgar fram hvor fyrir sig. Á heimili Eiríks
er einn verkfær karlmaður, en heimilisfólk sex manns. Kotið er óbreytt
í mati. Þar er til bátur, fjór- eða sexróinn, 1 kýr, 26 ær, 10 sauðir, sex
veturgamlar kindur og 26 lömb. Heimihsfólk Finns er fxmm manns, þar
af einn verkfær karlmaður. Þar er bústofninn 1 kvíga, 14 ær, 4 vetur-
gamlar kindur, 14 lömb. Grafinn hefur verið skurður eða skurðir, 300
faðmar að lengd, til að veita vatni, vafalítið til að þurrka upp land til
túnræktar.
Næsta ár virðast feðgarnir telja fram sameiginlega. Þá er heimilisfólk
15 manns, þar af tveir verkfærir karlmenn. Þá eru í Álftavík 2 kýr, 34
ær, 4 sauðir, 10 veturgamlar kindur, 34 lömb og fjór- eða sexróinn
bátur.
Engar stórbreytingar verða á bústofninum næstu ár. Helsta nýmæhð
1853 er, að komnar eru færikvíar og að mótak er notað. Færikvíarnar
eru líka nefndar 1854.