Múlaþing: byggðasögurit Austurlands - 01.01.1984, Side 46
44
MULAÞING
fátækir fiskimenn. Presturinn hefur tvær sóknir, Mjóafjörð og Seyðis-
fjörð, en á Mjóafirði hefur hann aðeins þrisvar messað á heilu ári. Hér
messar hann stöku sinnum, þegar fólk kemur til kirkju, sjóveg eða
landleið, en það kemur aðallega til að gera að gamni sínu og drekka
með prestinum. Hann fer þá og kaupir brennivín á fimm potta blikk-
dunk. Hitti hann kunningja á leiðinni, fá þeir sér í staupinu og kyssast
síðan, eins og siður er...“
„Strandbúarnir lifa mjög fátæklegu lífl. A veturna skríða þeir í híði
eins og bjarndýr. Þá lifa þeir aðallega á hertum fiski (ósoðnum) og
brauði; til viðbitis hafa þeir tólg sína og lýsi, sem er brætt saman. Til
eldiviðar er notaður mór og þurrkað sauðatað. Þeir eru einkar gestrisnir
og vingjarnlegir menn“.
Sem fyrr sagði virðist Eiríkur hafa haldið um stjórnvölinn í Álftavík
til 1854. Það ár andaðist Gróa, sögð 75 ára gömul. Næsta ár tekur
Finnur við búsforráðum að fullu. En það ár varð síðasta heila búskapar-
ár þeirra feðga í Álftavík. Árið eftir, sennilega á fardögum um vorið,
flytur Finnur með allt sitt að Dvergasteini í Seyðisfirði og hóf þar bú-
skap í tvíbýli. Bjó hann þar næstu tvö ár með allstórt heimili, 13-14
manns. Hann flutti að Seljamýri í Loðmundarfírði 1858 og bjó þar
næstu níu ár. Þar missti hann konu sína; hún dó ,,úr brjóstveiki“ 2. júlí
1862. Eiríkur faðir hans andaðist 13. desember sama ár, talinn 85 ára
gamall, líklega ári of mikið. Gróa hálfsystir Finns, Jón maður hennar og
Jóhann Pétur sonur þeirra fluttust að Seljamýri árið eftir, 1863, og tók
Gróa við búsforráðum. Jón virðist hafa dáið skömmu eftir komuna
þangað, en Gróa var áfram á Seljamýri þar til Finnur brá búi 1867.
Alftavík mun hafa verið í eyði árið eftir að landnemarnir fluttu þaðan.
En slík var eftirsóknin eftir jarðnæði, að 1857 fluttust tvær fjölskyldur á
þetta afskekkta sjávarkot. Var annar bóndinn Metúsalem Guttorms-
son, Skúlasonar, með sex manna fjölskyldu, en hinn Olafur Pétursson,
Oddssonar, sem kvæntur var Karólínu Guttormsdóttur, systur Metúsa-
lems, 'en þau systkini og Ólafur voru öll dótturbörn Ólafs ,,ríka“ Hall-
grímssonar í Húsavík.
XIII
Að lokum skal hér getið nokkurra afkomenda þeirra Álftvíkinga, sem
fjallað er um í þessum þætti. Er það tínt saman á víð og dreif, sumt í
prentuðum ritum, bókum, blöðum og tímaritum, sem ekki eru öll jafn
áreiðanleg og æskilegt væri, þó ekki sé nema fyrir hrekki prentvillu-